Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 57
kr.) í 40 ár þar sem raunávöxtun er
staðgreiðsluhlutfall til skatta 38,55%.
Með mótframlagi launagreiðanda
og ríkis verður upphæðin 12.600
krónur í viðbótarlífeyrissparnað.
Eftir 40 ár verður inneignin í formi
viðbótarlífeyrissparnaðar 15,4
milljarðar. Tekjuskattur að ijár-
hæð 6 milljónir króna er greiddur
við útgreiðslu. Inneign eftir skatta
er rúmlega 9,4 milljónir króna.
Rétt er að taka það fram að við-
bótarlífeyrissparnaður er í öllum
tilfellum betri en sparnaður á
hankabók ef ávöxtunin er sú sama.
Mótframlag ríkisins lagt niður? Fyrír
Alþingi liggur fyrir frumvarp um að
mótframlag ríkisins verði lagt niður um
næstu áramót. „Við höfum að sjálfsögðu
mótmælt því, en ég veit ekki hver niður-
staðan verður í því máli,“ segir Hrafn Magnús-
son, framkvæmdastjóri lífeyrissjóða.
I umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um þetta
frumvarp getur að líta þessi orð: „Landssamtök lífeyris-
sjóða leggjast gegn samþykki þessara breytinga á lögunum
um tryggingagjald. Nauðsynlegt er að hafa sérstakan hvata,
þannig að launamenn sjái sér hag í því að leggja til hliðar
ákveðinn hluta af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað.
Frekar þyrfti að auka þennan hvata, heldur en draga
algerlega úr honum... Það er því skoðun Landssamtaka
lífeyrissjóða að frekar beri að stuðla að auknum langtíma-
sparnaði almennings, heldur en að draga úr honum og
minnka þannig þá hvatningu, sem nú er í lögum um
tryggingagjald.“
Þess má geta að lífeyrissparnaður er aldrei upptækur
við gjaldþrot eða önnur áföll.
Almennt er talið að ástandið í lífeyrismálum sé betra hér á
landi en í öðrum löndum Evrópu. Það helgast meðal annars af
aldursskiptingu þjóðarinnar. Hérlendis er stærra hlutfall vinn-
andi fólks á vinnumarkaði en í flestum öðrum löndum Evrópu.
í kjarasamningum um lífeyrismál er kveðið skýrt á um skyldu-
aðild félagsmanna verkalýðsfélaga að lífeyrissjóðum. BH
íslendingar hafa tekið vel við sér í lífeyrissparnaði
á síðustu árum. Þeir eiga núna yfir 59 milljarða
króna í séreignasjóðum og lagðar voru „inn á
heftið" um 14 milljarðar króna á síðasta ári
í formi iðgjalda.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
Heildareignir lífeyrissjóðanna á
íslandi eru rúmlega 760 milljarðar
króna og eru sjóðirnir núna á meðal
stærstu eigenda í mörgum skráðum
félögum og hefur hlutur þeirra í þeim
hækkað um rúm 13% frá áramótum.
Af þessum 14,2 milljörðum króna fóru
6,2 milljarðar til lífeyrissjóða sem starfað
hafa sem séreignalífeyrissjóðir, 2,3 millj-
arðar fóru til séreignadeilda annarra líf-
eyrissjóða og 5,7 milljarðar króna til
annarra vörsluaðila séreignalífeyris-
sparnaðar, eins og sparisjóða og banka.
57