Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 58
t ITABLAÐIÐ
Andrés Magnússon
Andrés Magnússon blaða-
maður segir engan á Islandi
flinkari ritstjóra en Gunnar
Smára. „Hann kann þetta
allt saman, nema stafsetn-
ingu, sem hann er gersam-
lega ómögulegur í. Hann
hefur næman skilning á eðli
blaða og öfugt við flesta
kollega sína hefur hann
tæknihliðina á hreinu, er
liðtækur umbrotsmaður ef
þarf. Það spillir ekki fyrir að
Smári er í senn meinfynd-
inn, frjór og fljótur að hugsa.
Hann á afar auðvelt með að
skrifa, er betri í reikningi en
gengur og gerist í stéttinni
og veitist auðvelt að setja
flókin mál þannig fram að
allir skilji.“
NÆRMYND
Dagblaðagúrúinn
Gunnar Smári
Þegar Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, gekk inn í húsakynni DV
og hélt blaðamannafimd um kaupin á DV, eins og framkvæmdastjóri bresks knatt-
spyrnuliðs eftir sigurleik, duldist fáum að þar fór nýr gúrú í dagblaðaheiminum.
Texti: Haukur L Hauksson
Með yfirtöku Fréttar ehí, útgáfufélags Fréttablaðsins, á
útgáfu DV hefur Gunnar Smári Egilsson ritstjóri skipað
sér á bekk með áhrifamestu flölmiðlamönnum á íslandi.
Hann er framkvæmdastjóri Fréttar ehf., sem gefur út Frétta-
blaðið og DV. Hann er einnig ritstjóri Fréttablaðsins og útgef-
andi og ábyrgðarmaður DV. Auk þess er hann reglulegur
gestur í umræðuþáttum í útvarpi og sjónvarpi.
Er ekki fráleitt að tala um Gunnar Smára sem ijölmiðla-
mógúl. Leiðin í Skaftahlíðina, þar sem hann stjórnar nú útgáfu
Fréttablaðsins og DV, var löng og þyrnum stráð. Nær yfir tæpa
tvo áratugi. Ohætt er að fullyrða að Smári, eins og hann er
gjarnan kallaður, sé með reyndari blaðamönnum landsins, ekki
aðeins í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur hefur hann
einnig komið að útgáfu ótal blaða og í raun hannað blöð og
skipulagt útgáfu þeirra frá grunni.
Blóð, SVÍtí 09 tár Gunnar Smári er og hefur verið umdeildur
maður. Menn skiptast gjarnan í tvö horn, bera annaðhvort
óblandna virðingu fyrir honum eða hugsa honum þegjandi
þörfina. Endurspeglar þetta að vissu leyti afstöðu hans sjálfs til
fólks. Annað hvort fellur það honum í geð eða ekki.
Viðmælendur Fijálsrar verslunar eru á einu máli um að
58