Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 68

Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 68
Jólamarkaðurinn var oftast við aðalkirkjuna. Þannig var víst að sem flestir yrðu varir við hann auk þess sem kirkjugestir myndu þurfa að ganga í gegn um hann og þá sennilega kaupa eitthvað. Það kom því engum á óvart þegar sóknarpresturinn í Nurenberg kvartaði undan því árið 1616 að M aðsókn væri að kirkjunni þar sem allir kirkjugestir voru úti að versla. Eldgamlir jólamarkaðlr jólamarkaðurinn í Dresden er talinn elstur jólamarkaða í Þýskalandi. Hans er fyrst getið í ritum frá 1434. Aðrir gamlir jólamarkaðir eru m.a. í Augsburg, Bad Wimpfen, Frankfurt og Rothenburg auk margra annarra. Með tímanum fékk hver einstakur markaður sinn ákveðna svip og karakter. Þannig er markaðurinn í Aachen enn þekktur fyrir sérstakar engiferkökur, „aachener printen“, og markaðurinn í Erzgebirge er þekktur fyrir sérstaklega fallega trémuni og listaverk. Reyndar eru margir þeirra svo vinsælir að þeir hafa verið endurgerðir í öðrum löndum. Þannig hefur markaðurinn í Frankfurt fengið tvífara í Englandi. Það má vel vera að jólasveinninn búi á norðurslóð en það hægt að hugsa sér betri jólaferð en þá að fara á jólamarkað landi. Þessi mynd er frá jólamarkaði í Frankfurt. Töfrar í lofti Sá sem vill finna eldgamla jólastemn- ingu í bland við nútímann ætti að skreppa á jólamarkað í Þýskalandi. er varla í Þýska- Þýskir jólamarkaðir eru hátíð allra skilningarvita. Ristaðar hnetur, piparkökur, möndlur og vín fylla loftið angan og litlir trébásar eru fullir af litfögrum leikföngum og jóla- skrauti af öllurn gerðum og stærðum. Þegar húmið leggst yfir og jólaljósin varpa birtu yfir umhverfið, svifa töfrar yfir og maður getur fundið anda jólanna. I gamla daga var jólamarkaðurinn einn af mörgum mörk- uðum sem haldnir voru allt árið um kring. Stóru markaðirnir voru tilhlökkunarefni, dagar gleði og tilbreytingar þar sem mikið var um að vera og hægt var að kaupa alla skapaða hluti. Farið var á jólamarkaðinn til að kaupa allt sem þurfti fyrir jóla- hátíðina. Þar keypti fólk mót fyrir piparkökurnar, kertin, jóla- skreytingar, kökur, sælgæti og jólagjafir auk fatnaðar, bóka og annarra nauðsynjahluta. Jólamarkaðurinn i Frankfurt Það koma árlega um 3 milljónir gesta á jólamarkaðinn í Frankfurt sem er haldinn á Römerbergtorgi. Hann er einn af skraut- legustu mörkuðum landsins og var kallaður „Christ- kindchensmarkt" eða markaður jesúbarnsins. Lengi vel var engum kaupmönnum öðrum en þeim sem versluðu í borginni leyft að höndla á markaðnum og bar hann því sterk merki borgarinnar. Það var lengi vel siður ungs manns að kaupa Quetschen- mannchen (sveskjumann) og gefa stúlku sem átti hjarta hans. Ef hún þáði gjöfina var víst að henni leist á unga manninn sem í hlut átti en allt var í voða ef hún hafnaði henni. ffl Nautakjöt, sueppir, gos, súkkulaði Af einhverjum undaiiegum ástæðum kaupa margir inn til jólanna á þann veg að helst mætti halda að hungursneyð muni rikja og að engin leið verði að komast í búðir í að minnsta kosti viku. Sem er auðvitað ekki rétt því það er aðeins lokað frá því kl. 16 á aðfangadag til kl. 10 á annan í jólum. Sem sagt, innan við tvo sólarhringa. Og meira að segja þá er hægt að panta pizzu ef allt um þrýtur og ísskápurinn tæmist. S3 Það er gott að eiga fullan ísskáp, en ekki gott að eiga tóma buddu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.