Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 90
4
J
Karl Oskarsson, sölustjóri BMW hjá B&L: „Það er alltaf gaman að vinna með vöru sem stenst væntingar eigenda sinna og
{ spyrst þar með vel út."
B&L:
Með aksturseiginleika sportbíls
Sérstaða BMW X5 er mikil hvað aksturseiginleika
varðar. Þessi úrvalsjeppi er að okkar mati sá eini á
markaðnum sem er jafnvígur á urðinni utan vega
sem á þjóðveginum og getur í þokkabót breytt sér í
sportbíl um leið og á malbikið er komið,“ segir Karl
Oskarsson sölustjóri með áherslu. „Þessa miklu breidd
má rekja til þess að BMW fer allt aðrar leiðir í jeppa- ______
hönnun sinni, til þess einmitt að koma í veg fyrir að
jeppaeiginleikar X5 yrðu ekki á kostnað þeirra framúrskar-
andi aksturseiginleika sem BMW stendur fyrir.“
Jeppi eða sportbíll?
Úrvalsjeppinn BMW X5
er hvort tveggja að mati
Karls Óskarssonar sölu-
stjóra BMW hjá B&L.
Hefur spurst frábærlega út Að
sögn Karls er nýrrar útgáfu að
vænta á næsta ári, sem gerir kaup
á X5 einkar hagstæð um þessar
mundir. „X5 kom á markað fyrir
tæpum þremur árum og er því að
mínu viti á skemmtilegum stað í
líftímakúrfunni sinni. Mikil og góð
reynsla er komin á hann og það er alltaf gaman að vinna
með vöru sem stenst væntingar eigenda sinna og spyrst þar
með vel út. T.d. þykir díselvélin í X5 ein sú allra
athyglisverðasta sem komið hefur á markað, en hún státar
af 410 Nm í tog, 184 hö og 200 km/klst sem hámarkshraða.
Samt þarf hún ekki nema 9,7 ltr/100 km. Það þarf því ekki
að koma á óvart að þessi vél hefur selst gríðarlega vel í
Evrópu."
Þrjár Útgáfur hverri betri Aðspurður um búnað segist Karl
vera með tvær díselútgáfur, X5 3.0d lux og 3.0d sport. „Sem
dæmi um ríkulegan staðalbúnað má nefna leðuráklæði,
viðarinnréttingu og topplúgu, auk hins afar þróaða búnaðar
sem veitir X5 alla þessa eftirsóknarverðu eiginleika. Þar get
ég nefnt sem dæmi DSC stöðugleikastýringu og spólvörn
og HDC brekkubremsuna. Við þetta má svo bæta að lux-
útgáfan er á 17“ álfelgum, á meðan álfelgurnar á sport-
útgáfunni eru 19“. Með 3.0i bensínvélinni kemur X5 síðan í
Individual útgáfu, sem þýðir að enn meira er lagt í útlit og
innréttingu, auk þess sem hún er með blátannar GSM fjar-
skiptabúnað eða Blue Tooth.“ ffl