Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 92
NordicaSpa:
Dekrað við líkama og sál
Boðið er upp á ýmsar tegundir af
nuddi.
Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri NordicaSpa.
„Nýlegt dæmi er íyrirtæki sem bauð 130 starfsmönnum
sínum í nudd og heitan pott og gufu, en þetta tókst með ein-
dæmum vel og fólkið taldi þetta með best heppnuðu uppá-
•, | komum fyrirtækisins," segir hún. „Þetta er góð leið til að hrista
** » hópasamanogeinniggefaþvífæriáaðsleppaúrviðjumhvers-
dagsins um stund.“
Mikil aukning hefúr orðið á komu fólks í heilsuræktina Nor-
dicaSpa og kemur það bæði til að stunda almenna heilsurækt
% og æfingar og til að njóta þægindanna sem boðið er upp á.
„Við bjóðum upp á ýmiss konar tegundir af nuddi, ilmmeð-
ferð, húðmeðferð og alla almenna snyrtingu. Hér eru sjö nudd-
herbergi og fjögur snyrtiherbergi, tvö ilmgufuböð, heitir pottar
þar sem boðið er upp á herðanudd, slökunarlaug og slökunar-
92
Tvenns konar ilmgufur eru á spa-
svæðinu.
herbergi. Við erum með sauna úti á
verönd þar sem einnig er hægt að
vera í sólbaði ef vel viðrar. Ekki þarf
að hafa með sér handklæði eða
sloppa þegar komið er í meðferð, allt
sllkt er innifalið og við hvetjum fólk
gjarnan til að koma a.m.k. 30 min-
útum fyrir áætlaðan tíma til þess að
nýta sér aðstöðuna og þannig fá
meira út úr tímanum. Hér er hægt að
stunda jóga, spinning, fitball og fleira
og í salnum eru alltaf til staðar þjáif-
arar sem fylgja þér eftir og aðstoða
við æfingar. Þeir gera einnig heilsu-
farsmælingar sem fela í sér liðleika-
próf, fitumælingu, vigtun og þrekpróf
og búa til æfingarprógramm sem
henta hverjum og einum ásamt því að farið er yfir mataræðið.
Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir þessa einstaklingsþjónustu
því hún er innifalin í gjaldinu.“
Dekur í jólagjöf Ragnheiður segir vel til fundið að gefa gjafa-
kort í NordicaSpa í jólagjöf eða við önnur tækifæri. „Oft er það
svo að fólk á næstum allt og erfitt er að finna hluti handa því en
að gefa fólki velliðan er eitthvað sem allir kunna að meta. Það
getur verið í formi nudds, snyrtingar eða heilsuræktar. Hægt
er að setja saman mismunandi tegundir meðferða og búa til
spa-pakka, kaupa í tiltekna meðferð eða fyrir ákveðna upphæð.
Þetta er gjöf sem bæði gleður og kemur að gagni fyrir hvern
sem er og við tökum vel á móti gestunum okkar.“ 33
Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri
NordicaSpa, segir að það fari vaxandi að fyrir-
tæki bjóði starfsfólki sínu í nuddmeðferð og
dekur í NordicaSpa og noti það bæði sem umbun
og hvatningu. „Það sýnir líka hvað mörgum fyrir-
tækjum er umhugað um heilsu og vellíðan starfs-
fólks þegar þau bjóða slíkt,“ segir hún.
Það er lítill vandi að gleðjast
yfir gjöf sem gerir að verkum
að maður endurnýjast á
líkama og sál.
Dekur í NordicaSpa er málið!