Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 100
Helga María Garðarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðsdeildar Flugleiðahótela.
Icelandair hótel og Hótel Edda:
Njóttu lífsins - á hóteli
Gisting á hóteli með öllum
þægindum er sannarlega
góð jólagjöf. Icelandair
hótelin er keðja átta hótela sem
er að finna víðsvegar um landið:
Nordica Hotel og Hótel Loft-
leiðir í Reykjavík, Flughótel í
Gisting á hóteli með
öllum þægindum er
sannarlega góð jólagjöf.
Icelandair hótelin er að
finna víða um land.
Keflavík, Hótel Selfoss, Hótel Rangá, Hótel Flúðir, Hótel Kirkju-
bæjarklaustur og Hótel Hérað. Þau eiga það öll sameiginlegt að
bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og skemmtilegt umhverfi.
Einnig reka Flugleiðahótel hf. Edduhótelin sem eru 15
talsins, hringinn í kringum landið. Edduhótelin eru flestum
Islendingum vel kunnug enda eiga þau yfir 40 ára sögu í
ferðaþjónustu á íslandi. Hótel Edda býður upp á góða gist-
ingu á hagstæðu verði.
Icelandair hótelin og Hótel Edda bjóða upp á gjafabréf sem
geta til dæmis innihaldið góða gistingu á hóteli eða eitthvað
af þeirri þjónustu sem hótelin bjóða upp á svo sem meðferð í
heilslulindinni NordicaSpa eða máltíða á íyrsta flokks veit-
ingastað eins og VOX á Nordica hótelinu í Reykjavík.
„Það hefur færst í aukana að fyrirtæki gefi gjafabréf af
ýmsu tagi og það sem við bjóðum upp á er að sníða gjafa-
bréfin eftir þörfum hvers og eins“ segir Helga María.
„Mörg fyrirtæki hafa séð sér leik á borði og boðið á þennan
hátt starfsmönnum sínum og viðskiptamönnum til hóteldvalar."
Með þessu móti eru fyrirtæki að hlúa að starfsfólki sínu eða við-
skiptavinum og Ijölskyldum þeirra á notanlegan hátt.
Það eru þó ekki eingöngu fyrirtæki sem nýta sér gjafa-
bréfin á Icelandair Hótelum eða hótel Eddu sem góðar jóla-
gjafir heldur er það vinsæl jólagjöf handa vinum og vanda-
mönnum. Við lendum líklega flest í miklum heilabrotum á
aðventunni þegar við ákveðum hvað skuli gefa okkar nánustu
í jólagjöf, þá ekki síst þegar kaupa á jólagjöf handa foreldum
eða öfum og ömmum. Því ekki að gefa dekurdaga á Iceland-
air hóteli eða Hótel Eddu.
Gjafabréf á Icelandair hóteli eða Hótel Eddu er tilvalin jóla-
gjöf fyrir þá sem við viljum gera vel við. ffl
Hótel Flúðir.
Hótel Loftleiðir.
100