Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 106
Eftirminnilegasta jólagjöfin
Það er úr vöndu að ráða þegar segja á frá því
hvaða jólagjöf er eftirminnilegust því
gegnum tíðina eru jólin orðin mörg og
gjafirnar enn fleiri,“ segir Dögg Pálsdóttir, eigandi
Lögmannastofunnar DP Lögmenn. „Ég held þó að
upp úr standi ein jólagjöf. Það er fyrsta jólagjöfin
sem einkasonurinn, Páll Ágúst, gaf mér. Það var
hálsklútur sem hann valdi og borgaði sjálfur.
Bæði þótti mér klúturinn ljómandi fallegur en
einnig kom gjöfin mér gersamlega á óvart.“ B3
Dögg Pálsdóttir, eigandi
Lögmannastofunnar DP Lögmenn.
Jólaminningar
Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, ráðleggur ungu
fólki að skapa strax eigin jólahefðir.
Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segist ekki
vera mikill jólamaður en segist þó njóta jólanna þegar
þau eru komin.
„Mér finnst undirbúningurinn frekar leiðinlegur og ekki
síst allar þessar seríur sem þarf að hengja upp,“ segir hann.
„En þegar jólin eru komin, finnst mér gott að njóta þeirra og
geri það svikalaust.“
Hvað varðar eftirminnileg jól segist hann muna sérstak-
lega vel eftir einum þeirra. „Ég var bara smástrákur og
mamma kom að máli við okkur bræðurna og sagði að þessi
jólin stæði heldur illa á ljárhagslega og svigrúm til gjafa væri
lítið. Svo komu jólin og ég varð óskaplega glaður yfir pakk-
anum mínum sem ég hafði afskrifað en í honum var ýmislegt
smálegt sem ég á raunar ennþá. Núna á ég allt og rúmlega
það og er aftur kominn á það stig að finnast smáhlutir vera
góðar jólagjafir og kann vel að meta slíkar gjafir.“
Ráð til ungra hjóna Gunnlaugur segir að á æskuheimilinu
hafi hann alist upp við að borða rjúpur á aðfangadag en hafi
aldrei fallið fyrir þeim jólamat, skilji reyndar ekki að ein-
hveijum þyki rjúpur lostæti. Hann velji því annan jólamat.
„En ég hef ráð sem mig langar til að beina til ungs fólks
sem er að heija sambúð," segir hann. „Það er að byija strax á
því að skapa eigin jólahefðir því það er fátt sem veldur jafn-
mikilli streitu í sambúð ungs fólks og það hvort á að nota
hefðirnar frá henni eða honum. Við hjónin vorum svo
gæfusöm að byija okkar fyrstu jól þannig að við ákváðum að
vera tvö ein og elduðum hamborgarhrygg handa okkur. Við
vorum þá ennþá í skóla og hvorugt kunni að elda en þetta
bjargaðist allt. Ég segi alltaf síðan að þessi fyrstu jól okkar
saman séu mín eftirminnilegustu jól því þarna var skapaður
grunnur sem síðan hefur haldist. Eftir matinn og pakkana
heima fórum við svo á flakk og heimsóttum ættingja." S!j
106