Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 120

Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 120
Gullsmiðja Óla: Glitrandi gull með silkiáferð Óli Jóhann Daníelsson gullsmiður í nýrri verslun sinni í Hamraborg. egar Smáralind var opnuð fyrir þremur árum, flutti Gull- smiðja Ola þangað og lokaði um leið versluninni sem var í Hamraborg. Bæjarbúar söknuðu verslunarinnar og úr varð að eigendurnir, þau Oli Jóhann Daníelsson og Eygló Sif Steindórsdóttir, ákváðu að opna aftur verslunina í Hamraborg. „Kosturinn við að vera með verslunina hér er sá að við getum verið með búðina nær verkstæðinu og viðskiptavinir geta þannig verið í meira návígi við okkur, en við hjónin vinnum bæði á verkstæðinu,“ segir Oli Jóhann gullsmiður. „Við erum með okkar eigin framleiðslulínu sem við köllum silkilínu en það eru skartgripir sem við höfum hannað og eru bæði fyrir dömur og herra. Nafnið kemur til af því að áferðin er mött, likt og silki, nema í köntunum sem eru póleraðir og mynda þannig skemmtilega andstæðu við miðjuna. Þessir gripir eru til bæði í gulli og silfri og eru allt frá því að vera táhringir og upp í eyrnalokka og allt þar á milli.“ Lært í Danmörku Oli Jóhann segist hafa gengið lengi með það í maganum að læra eitthvert handverk en hins vegar hafi ekki gengið eins vel að finna nám sem hentaði. „Eg reyndi að leita uppi gullsmiði sem vildu taka mig í nám og eins letur- grafara, en fann engan og fór til Danmerkur þar sem ég hitti af tilviljun frábæran gullsmið sem var tilbúinn til að leyfa mér að vera hjá sér til að prófa. Mér féll þetta vel og eftir um það bil mánuð spurði hann mig hvort ég vildi ekki koma í alvöru- nám hjá honum og ég sló til. Eg sé svo sannarlega ekki eftir því þar sem þessi gullsmiður kenndi mér bókstaflega allt sem hægt er að læra um gullsmíði og reyndist mér frábærlega vel. Eg frétti svo seinna að þetta hefði verið eins og hver annar happdrættisvinningur því aðeins 15 nemar komust að þetta árið í gullsmíði í Danmörku.“ Draumurinn I verslununum báðum er gott úrval af alls konar skartgripum, bæði innfluttum og heimasmíðuðum, en Oli Jóhann segist hafa mest gaman af sérsmíðinni. „Eg á mér þann draum, eins og sjálfsagt flestir gullsmiðir, að geta setið í róleg- heitum langan dag og prófað og smíðað allt sem mér dettur í hug,“ segir hann. „íslensk náttúra er mér hugstæð og ég get vel hugsað mér að nota hugmyndir úr náttúrunni meira, en það sést betur þegar ég hef tíma til að sinna þessu eins og mig langar. Fram að því læt ég mig dreyma og reyni að sinna vel viðskiptavinum okkar og mynda við þá persónuleg tengsl sem ég tel vera mjög mikilvægt atriði í verslunarrekstri." TÍSkan Þegar Oli er spurður um tískuna hugsar hann sig góða stund um. „Tískan er margbreytileg og á sífelldri ferð. Það er talsvert mikið um stóra silfurhringi og breið armbönd sem koma mjög skemmtilega út en þess þarf þó að gæta, þegar fólk er farið að vera með mjög áberandi skartgripi, að vera bara með einn eða tvo því aðrir vilja týnast innan um þá. Það er hins vegar erfiðara að eiga við að smíða og selja stóra og mikla gull- skartgripi, einfaldlega vegna þess að þeir eru svo dýrir að fáir ráða við þá.“ QH 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.