Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 30

Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 30
AUGLÝSING Þrieykið sem ber ábyrgð á samvinnu og sátt við bílakaupendur. Þórður, Jón Valur og Ágúst eru samstíga og segja að viðskiptavinimir finni sig öruggari fyrir og eftir kaup þar sem þeir upplifi að hugur fylgi máli. FYRIRTÆKI í SAMKEPPNI UM TRAUST: Samhjálp Brimborgar er nýr lykill að betrí viðskiptum F[ rá árdögum bílsins hefur hann breyst úr farartæki í „öndvegi fólks og hásæti í samskiptum við annað fólk og dvalarstað þess milli staða“. Tíðarandinn hefur leikið um bílinn með straumi nýjunga sem uppfylla óskir og drauma ncytenda og haldið framleiðendum og seljendum vakandi fyrir þörfum fólks og bætt búnað bílsins. Frá samlituðum hurðarhúnum upp í flókinn hátæknibúnað. Valkostirnir eru margir og geta útfærslur á hverju merki orðið tugir þúsunda sem er ekkert smáræði, segir fram- kvæmdastjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson. Sérstaða bílsins sem neytendavöru er auðskilin en bíllinn er stór og slungin vara sem kostar, með skattlagningu, mikla peninga. Hann er sennilega mesta fjárfesting sem hver venjulegur maður ræðst í, fyrir utan íbúðarkaup. Þess vegna gera neytendur miklar kröfur um öryggi á öllum sviðum vörunnar. Framleiðendur og seljendur hafa þurft að vinna með viðskiptavinum sínum allt frá fyrsta Ijöldaframleidda bílnum frá Henry Ford. Hans stefna var að bjóða bíla til sölu sem almenningur gæti keypt. Ford bauð einnig viðskiptavinum sínum alla liti svo framarlega að þeir væru svartir, en litaskipting var í þá daga mjög dýr kostur. Þarfirnar vaxa Neytendur vilja meira öryggi. Samvinna aðila endar ekki eftir að bíllinn er keyptur, heldur gera neytendur kröfur um aðgengilega og einfalda þjónustu eftir kaupin sem fyrir seljanda er í raun mjög flókin og dýr í rekstri. Neytendur vilja trygg gæði, örugga viðhaldsþjónustu, örugga viðgerðarþjónustu, öryggi fyrir farþega og ökumann og aðra vegfarendur og rétt verð. Síðast en ekki síst vilja neytendur að öryggi við gerð kaupsamninga sé pottþétt. Fólk vill eiga viðskipti við aðila sem það getur treyst algerlega til þess að koma heiðarlega fram. Ef allt þetta er uppfyllt er neytandinn loksins öruggur með sjálfan sig. Dagvenjur okkar og smekkur er mismunandi og ef vel á að takast til við að uppfylla óskir bílakaupandans þarf seljandinn að bjóða viðskiptavinum sínum inn fyrir búðarborðið. Auka samvinnuna svo um munar og vinna náið með viðskiptavinum og ijölskyldum þeirra - þeim til heilla. Slíka samvinnu komu menn vart auga á fyrir tíu, fimmtán árum enda margt einfaldara þá. „Samhjálp er nýtt lykilorð að betri viðskiptum", segja sérfræðingarnir - orð sem menn eiga væntanlega eftir að sjá og heyra oftar og í ýmsum myndum í framtíðinni og þau fyrirtæki sem skilja hvað samhjálp er, munu skera sig úr fjöldanum og laða til sín bestu og tryggustu viðskiptavinina. En hvað merkir „samhjálp" (e: sharecare) í viðskiptum? Með orðanna hljóðan í huga, má ætla að samhjálp sé gagnkvæmt fyrirbæri veitanda og neytanda. Liggur þá beinast við að spyrja sig hvort íslenskir neytendur njóti þessara nýju stefnu. Hugtakið samhjálp skýrir ákveðna aðferðafræði í heildrænni boðskiptastefnu fyrirtækja. Hún leiðir að hluta til af hugtakinu „sigur/sigur“ (e: win/win) sem merkir að báðir aðilar eiga að koma sáttir út úr viðskiptunum. Með samhjálp er gengið miklu lengra í átt að sátt og samlyndi milli seljanda og viðskiptavina. Fyrir kaup og eftir kaup. Hvaða andi blæs um íslensku fyrirtækin? Hver er tíðarandinn í þessu? Hvaða andi blæs um íslensku fyrirtækin? Er að finna samhjálp eða gagnkvæmi i starfi þeirra? Glöggvum okkur á því bílafyrirtæki sem hvað mest sker sig úr flóru bílaumboða á Islandi þessa stundina: Brimborg við Bíldshöfða í Reykjavík. Brimborg hefur mikið verið í fréttum með nýjungar, bæði í söluaðferðum og vörum og ekki síst vegna stór aukinnar sölu á vörum fyrirtækisins. Augljóst er að þeir hjá Brimborg eru að gera athyglisverða hluti, neytendiun til góða. Fyrir nokkrum vikum settu þeir m.a. met með lengstu auglýsingu allra tíma. „Sagter að í honum sé að finna ‘G’ blettinn11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.