Frjáls verslun - 01.03.2004, Síða 18
FORSIÐUGREIN - FAKEPPNI OG HRINGAMYNDUN
LOG GEGN HRINGAMYNDUN
Mega sumir
Í\/
-*>. .7.
\' '
en aðrir ekki?
Þeir eru nefndir auðmenn íslands og þeir eru farnir að fá
opin bréf frá rithöfundum. Þeir eru uppnefndir
„hringormar" og viðskiptalífið er í hálfkæringi sagt vera
ein stór „hringavitleysa" þar sem „The Lords of the Rings“
stjórna öllu. En hvað er auðhringur og hveijir eru auðmenn
Islands? Auðhringur er samkvæmt hagfræðinni .Jjársterk sam-
steypa félaga". Auðhringarnir eru því viðskiptablokkirnar
margfrægu og auðmennirnir eru foringjar þeirra sem mjög
hafa látið tíl sín taka í viðskiptalífinu og verið afkastamiklir.
Tvær valdið mestri Skelfingu Tvær samsteypur hafa verið
Jyrirferðarmestar og valdið mestri skelfingu að því er virðist,
Baugs-veldið og Samson. Foringjar Baugs eru þeir Jón Asgeir
Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Foringjar Samsonar eru
þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson
og Magnús Þorsteinsson.
Svo atkvæðamiklir hafa þessir menn þótt að þegar Oddaflug,
félag þeirra Jóns Helga Guðmundssonar í Byko og Hannesar
Smárasonar, eignaðist 38,5% í Flugleiðum í lok janúar var því
fagnað í leiðara Morgunblaðsins að hvorki Baugur né Samson
hefðu komið að þessu kaupum.
„Ber að fagna því að þær tvær viðskiptasamsteypur, sem
mest hafa látið að sér kveða síðustu mánuði, koma ekki við
sögu í þessum viðskiptum," sagði í leiðaranum og var sagt að
eignarhaldið í íslensku viðskiptalífi væri frekar að breikka með
kaupum Byko-ijölskyldunnar í Flugleiðum. „Með kaupum
þeirra á stórum hlut í Flugleiðum hefur skapast meira jafnvægi
en ekki minna á markaðnum hér.“
Þessi orð í leiðara Morgunblaðsins fóru fyrir bijóstið á
mörgum sem sögðu að þetta hefði borið keim af því „að sumir
í þjóðfélaginu mættu eiga fyrirtæki en aðrir
ekki“ og að þannig kæmu orð forsætísráð-
herra raunar einnig fyrir sjónir. Yissulega
hafa bæði Morgunblaðið og Davíð varað
fyrr á árum við of mikilli samþjöppun
eignarhalds - en þó aldrei sem undanfarna
mánuði.
völdin í viðskiptalífinu og þjóðfélaginu og
skert frelsi okkar hinna tíl orðs og æðis?
Margir eru þeirra skoðunar. En hvers
konar völd erum við að ræða um og frá
hveijum hafa þeir tekið þessi völd?
Ráðherrum, þingmönnum, dómstólum,
embættismönnum, eftírlitsstofnunum eða
fyrrverandi stórum hluthöfum sem hafa
selt fyrirtæki sín? Þegar svona er spurt
eru svörin yfirleitt ekki á reiðum höndum.
Því vaknar sá spurning hvort allt þetta tal
um völd sé ofspiluð plata.
Fjármagni fylgja völd. Það er engin ný
bóla í kapítalísku kerfi og ættí ekki að
koma neinum á óvart. Fjársterkur
einstaklingur stendur betur að vígi en fátæklingur við stofnun
fyrirtækis. I því felst ákveðið vald gagnvart bönkum og öðrum.
Þetta er þó frekar óbeint vald. Beint vald fjármagnsins er það
vald sem hluthafar hafa í samræmi við eign sína innan við-
komandi fyrirtækis.
Hafa auðmennirnir tekið völdin? En hafa
auðmennirnir og samsteypur þeirra tekið
Með fleiri viðskiptablokkum
heftir dregið úr völdum og
áhriftun hverrar fyrir sig. Völdin
hafa riðlast Innan þessara auð-
hringa eru „tugþúsundir“ venju-
legra Islendinga. Þeir eru þar í
farþegasætinu sem hluthafar.
Hver er frelsisskerðingin? En hver er þá frelsisskerðingin
sem verið er að tala um? Er það að komast ekki léttilega inn á
hvaða markað sem er? Fijáls samkeppni er talin ríkja á
mörkuðum á meðan engar hindranir eru í vegi þvi að menn
reyni fyrir sér - á meðan aðgangurinn er ftjáls. Jafnvel þó þar séu
tveir til þrír stórir og sterkir fyrir. Oft er sagt um frjálsan markað
að ef einhver nýtur lagalegrar verndar gegn samkeppni þá
skapist fyrst veruleg hætta á einokun. Það er eðlilegt að stórt og
rótgróið fyrirtæki, sem hefur byggt sig upp af dugnaði og elju-
semi í áratugi, hafi talsvert forskot.
Það hefur alltaf verið erfitt að komast
inn á nýjan markað nema þar sé „laust
rými“ vegna lélegrar þjónustu og áhuga-
leysis þess sem er stór og ráðandi á mark-
aðnum og er orðinn sljór vegna þess að
hann hefur það of gott. Þetta sama á við
um vinnumarkaðinn. Það er erfitt að
komast í góðar stöður vegna þeirra sem
þar eru fyrir og gefa ekkert eftir.
18