Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 20
FORSÍSUGREIN - FÁKEPPNI DG HRINGAMYNDUN Hvers konar vald? Förum yfir nokkrar tegundir af valdi sem fylgir í]ár- magni og markaðsráðandi stöðu. Höfum samt á bak við eyrað hið þrískipta vald; löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. 1. BOÐVALD. Fjármagni fylgja völd innan fyrirtækja í sam- ræmi við eign. Eigendur fyrirtækis geta í kraftí þess valds, sem eignarétturinn veitir, „stýrt fyrirtækinu" og skipað fyrir innan þess og í dótturfélögum þess. í almenningshluta- félögum er þó hlutverk stjórna að ráða forstjóra, sinna eftír- litshlutverki og taka þátt í stefnumótun. Forsljórinn fer þá með hið beina boðvald og vald stjórnarmanna verður meira í formi áhrifavalds. Hið beina boðvald liggur þó hjá stjórn- inni kastíst í kekki og á það reyni. 2. ÁHRIFAVALD. Davíð Oddsson hefur sagt að hann hafi áhrifavald sem forsætisráðherra en sem borgarstjóri hefði hann haft boðvald. Eigendur stórra markaðsráðandi fyrir- tækja geta auðvitað haft áhrifavald gagnvart þingmönnum og embættísmönnum með hagsmunapotí í gegnum hags- munasamtök C,lobbýisma“). Ekki síst ef þau styrkja stjórn- málaflokka flárhagslega og eiga þannig hönk upp í bakið á stjórnmálamönnum. 3. HRÆÐSLUVALD. Markaðsráðandi stórfyrirtæki getur hótað viðskiptavinum (td. framleiðendum og birgjum) að „henda þeim út á stétt“ fari þeir ekki í einu og öllu að óskum þeirra í verði og öðrum kjörum. „Ef þið eruð með kjaft þá seljum við ekki vörurnar ykkar!“ Oftar en ekki hefur sá orðrómur verið uppi að Baugur hafi notað þessa taktík. Á móti má spytja: Er eigandi verslunar skyldugur að selja frá hvaða framleiðanda sem er? Ber hann ekki fyrst og fremst skyldur gagnvart neytendum og tekur áhættuna af því að hafa ekki ákveðna vöru á boðstólum. 4. AUGLÝSINGAVALD. Ef fyrirtækið er sterkur auglýsandi getur það haft úrslitaáhrif á tilvist ijölmiðla með þvi að auglýsa alls ekki í ákveðnum ijölmiðlum. Baugsveldið auglýstí nánast ekkert í gamla DV (sem fór á höfuðið) eftír að Baugur fór inn í Fréttablaðið og hefur sömuleiðis sára- lítið auglýst í Morgunblaðinu. Að lokum hlýtur fyrirtækið þó að auglýsa þar sem það heldur að best sé að auglýsa. 5. VALD FJÁRMÁIAFYRFRTÆKJA. Banki, sem hefur lánað fyrirtæki mikið fé, hefur augljóslega mikið vald innan fyrirtækisins þegar hagur þess versnar. Bankinn hótar þá hugsanlega að skrúfa fyrir frekari lánveitingar og getur þannig haft úrslitavald yfir örlögum þess - ef um tíma- bundna erfiðleika er að ræða. Séu erfiðleikarnar langvar- andi og fjárhagsstaðan léleg eru það auðvitað eigendurnir sjálfir og viðskiptavinirnir sem hafa haft úrslitavaldið. 6. VHJINN TIL VALDBEITINGAR. Það er mjög mis- jafnt hvað stór og markaðsráðandi fyrirtæki eru tilbúin að beita valdi sínu þótt þau hafi alla burði til þess. Reynslan er þó sú að sá sterki setur yfirleitt reglurnar. Sterkt dagblað - sem allir vilja ólmir auglýsa í - getur t.d. sett strangari reglur um greiðslur (beðið um staðgreiðslu) en veikt dagblað sem berst ævinlega í bökkum. 7. MARKAÐSRÁÐANDI í SKFÓU RÍKISVALDS. Með innflutningshöftum og hömlum stjórnvalda geta sum fyrirtæki orðið stór og markaðsráðandi í skjóli ríkis- valds. Höfum hugfast að aðgangstakmarkanir á markaði þrífast yfirleitt ekki öðru vísi en í skjóli stjórnvalda og lögverndar. 8. NEYTENDAVALD. Stór markaðsráðandi fyrirtæki sækja vald sitt til neytenda og viðskiptavina. Án þeirra verður ekkert fyrirtæki stórt. Það eru neytendur sem gera fyrirtæki stór. Ekki þingmenn eða reglur sem segja við hvern eigi að skipta. En hafa íslenskir auðmenn hrifsað til sín völd af stjórnmála- mönnum, löggjafarþinginu? Erfitt er að sjá hvernig það hefur gerst. En auðvitað missa þingmenn völd í ríkisfyrir- tækjum sem eru seld. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Þegar stjórnmálamenn selja ríkisfyrirtæki, afnema innflutningshöft, kvóta og aðrar þær hömlur sem þeir hafa sett á viðskipti eru þeir augljóslega að draga úr afskiptum sínum og völdum. Það segir sig sjálft. IVIissa völd með milliríkja-samningum Þegar skrifað var undir EFTA-samninginn um fríverslun fyrir um 35 árum var verið að draga úr völdum stjórnmálamanna. Þegar EES- samningurinn náðist í október 1991 var sömuleiðis verið að draga úr völdum stjórnmálamanna. EES-samningurinn gengur út á frjálst flæði vöru og þjónustu, vinnuafls og fiár- magns á innri markaði Evrópu. Það síðastnefnda, hið frjálsa flæði fjármagns, er t.d. undirstaða hinnar miklu útrásar íslenskra fyrirtækja. En ekki fer á milli mála að með EES-samningnum afsöluðu íslenskir stjórnmálamenn sér ákveðnum völdum þar sem reglur á milli landa voru samræmdar. Þannig kvartaði t.d. Geir Haarde fjármálaráðherra yfir því í sjónvarpsfréttum nýlega að völd ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, væru of mikil. Tilefnið var að íslensk erfðagreining hafði afþakkað ríkis- ábyrgð til fyrirtækisins en eftirlitsstofnunin var með það mál til skoðunar og fór forstöðumaður hennar að munnhöggvast við forsætisráðherra um gang mála þegar fyrir lá að beiðnin yrði dregin til baka. [H 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.