Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 26

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 26
VIÐTAL SIGURÐUR HELGASON Aldrei ált andvökunætur! Hann hefur starfað hjá Flugleiðum í 30 ár, þar af 19 ár sem forstjóri, og séð miklar sveiflur í rekstrinum. Sigurður Helgason hefiir þó aldrei átt andvökunætur. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Fyrirtækið hefur breyst mjög mikið og vaxið hratt á þessum árum sem liðin eru, farið í gegnum dýfur en ekki eins mikla dýfu og á árunum 1979-1980 þegar það var á barmi gjaldþrots og menn höfðu beint eða óbeint leitað til ríkisvalds- ins um að það tæki yfir þennan rekstur,“ segir Sigurður Helga- son sem hefur séð tímana tvenna í flugrekstrinum bæði erlendis og innanlands. Hann kom inn í fyrirtækið á tímum tortryggni í kjölfarið á sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands í Flugleiðir. Fyrir- tækinu gekk illa tjárhagslega. 1978-1979 var olíukreppa í heim- inum, Flugleiðir misstu DC-10 þotur úr rekstrinum heilt sumar og töpuðu miklum peningum. í kjölfarið var hafist handa um að breyta rekstrinum. Hörður Sigurgestsson, sem hafði verið fjármálastjóri, gerðist forstjóri Eimskipafélagsins haustið 1978 og Sigurður varð framkvæmdastjóri ijármálasviðs 1978-1979. Skömmu síðar varð hann framkvæmdastjóri Flugleiða í Banda- ríkjunum, sem var langstærsta markaðssvæði félagsins, þar sem yfir 50% af tekjum félagsins mynduðust. Þar ætlaði hann að vera í 5-10 ár en síðari hluta ársins 1984 urðu breytingar í yfirstjórninni og var Sigurður ráðinn forstjóri Flugleiða frá og með 1. júní 1985. Lánstraust fyrir hendi Miklar breytingar áttu sér stað hjá Flugleiðum í lok áttunda áratugarins. Þriðjungur starfsfólks- ins fékk uppsagnarbréf. Hið opinbera kom að fyrirtækinu og gerðist 20% hluthafi í nokkur ár til að bjarga því og fékk fulltrúa í stjórn. Þegar Sigurður varð forstjóri voru Flugleiðir að byija að rétta úr kútnum en eiginfjárstaðan var samt neikvæð og ekkert hafði verið endurnýjað í félaginu. Fyrir- tækið hafði farið í gegnum gjörnýtingarstefnu til að afla ijár fyrir skuldum og komast á réttan kjöl. Fyrirtækið var á þeim tíma með neikvætt eigið fé og allar eignir komnar á tíma, flug- vélarnar gamlar, vantaði viðhaldsaðstöðu fyrir vélarnar í Keflavík, hótelunum ekki nægilega vel við haldið, gamlir bílar voru á bilaleigunum og svo framvegis. „Það var allt orðið ansi gamalt og þreytt og nýtingin var á fullu til að geta haldið áfram að byggja upp fyrirtækið. Svo að úr þessu yrði almennilegt fyrirtæki varð að taka mikla áhættu og endurnýja alla innviði, t.d. með nýjum flugvélum, hótelum, Sigurður Helgason, forstjgri Flugleiða, um framtíðina: „Ég sé sjálfan mig áfram hjáT Flugr- leiðum. Ég byrjaði hérna 38 ára gamall. Flugmenn hætta hér 65 ára-syo að ég á nokkur ár eftir til að ná starfslokaaldri þeirra." f —*""~*-|Vtynd: Geir Ólafsson flugskýli. Við héldum að við hefðum ekki lánstraust en það reyndist ekki rétt. Markmiðið var að endurnýja félagið án þess að fá nokkra aðstoð frá rikinu og það gekk eftir. Við gátum keypt nýjar flugvélar með lánum án þess að fá nokkrar ábyrgðir nema í vélunum. Við endurnýjuðum síðan hótelin og stuttu seinna byggðum við flugskýli. Á fimm til sex árum endurnýjuðum við fyrirtækið frá grunni,“ segir hann. Fóhusinn á réttum stað Fyrstu vélarnar voru afhentar 1989. Flugstöðin í Keflavík var opnuð 1987. Þegar Flugleiðir hófu að stækka leiðakerfið var farið í að sameina Atlantshafsflug Loftleiða og Evrópuflug Flugfélags íslands. Þar var lagður grunnurinn að því leiðakerfi milli Evrópu og Ameríku sem hefur stækkað smám saman. Sigurður segir að leiðanetið hafi tekist vel. Félagið sæki stíft inn á markaðinn og verði vel ágengt. Samtímis takist að auka ferðamannastrauminn til Islands og auglýsa og kynna landið erlendis. Félagið hafi stækkað um 9-10% á ári síðustu árin og ferðamönnum hafi fjölgað svipað eða meira en í nokkru öðru landi Evrópu. Þegar Flugleiðir stækkuðu sem ferðaþjónustufyrirtæki jókst áhersla á hliðargreinarnar, t.d. hótel, bílaleigu og kynnisferðir. Svo voru ákveðnir þættir teknir út úr starfseminni og gerðir að sérstökum fyrirtækjum til að auðvelda stjórnun, fá yfirsýn yfir reksturinn og til að yfirstjórn hvers fyrirtækis hefði fókusinn á réttum stað. Sigurður segist hafa talið skynsamlegast að búta fyrirtækið í einingar. „Við fylgjumst náið með því sem önnur 26

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.