Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 38

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 38
LJTTEKT KEA ÚTGERÐ OG FISKUINNSLA Kea á í dag 17% hlut í Samherja sem rekur frystihús á Dalvík. Kea hafði rekið útgerð og íiskvinnslu í áratugi, aðallega í Hrísey og á Dalvík. Kea hafði einnig keypt togara og rækju- verksmiðju í Olafsvík sem nú hefur verið lokað og tengt sig inn í veiðar á uppsjávarfiski. Þessi starfsemi gekk ekki nógu vel þannig að sjávarútvegshlutinn var sameinaður Samherja og fékk Kea 17% hlut í Samherja sem nú er eign Kaldbaks. Samheiji rekur annað fullkomnasta frystihús á landinu. MÁLNINGARUERKSMIÐJA Húsnæði Hörpu-Sjafnar, áður málningarverksmiðjunnar Sjafnar. Kea hafði rekið málningarverksmiðjuna Sjöfn á Akureyri. Hún var sameinuð Hörpu í Reykjavík og eignarhluturinn síðan seldur. Kaldbakur og Kea eiga því ekkert í málningar- verksmiðjunni í dag. SLÁTURHÚS OG KJÖTUINNSLA Sláturhús og kjötvinnsla Kea á Akureyri var sameinuð sömu starfsemi KÞ á Húsavík. Kjötvinnsla Goða í Borgarnesi og Reykjavík var keypt en síðan lokað að mestu leyti þannig að nú reka menn sauðJjársláturhús og kjötvinnslu á Húsavík undir nafninu Norðlenska matborðið og stórgripaslátrun og kjötvinnslu á Akureyri. Kea keypti öll hlutabréf í Norðlenska matborðinu síðasta haust og markaði það endurkomu félagsins inn í atvinnu- starfsemi. Þessi hlutur var keyptur með það fyrir augum að selja aftur til Búsældar, hlutafélags bænda í Eyjafirði, EIGNASAFN KALDBAKS SAMHERJ118% TRYGGINGAMIDSTÖÐIN 32,84% SÍLDARUINNSLAN 8% SJÖFN 50% UATNSMÝRIN EHF. B0%'::' NORÐURLJÓS 8% * Uatnsmýrin ehf. á BSÍ, lóð og húseignir Umferðarmiðstöðuar- innar í Reykjavík. flllar ueraldlegar eignir KEA runnu til Kaldbaks hf. í ársbyrjun 2002. Eigið fé KEA var 2.079 milljónir króna í árslok 2003. samvinnuhlutabréf, sem voru blanda af skuldabréfum og hlutabréfum, voru reynd en virkuðu ekkert sérlega vel og dugðu ekki til að uppfylla ijármagnsþarfir kaupfélaganna. Rekstrarformið hefti samstarf og sameiningu, t.d. mjólkur- samlaganna á Akureyri og Húsavík. „Starfsemin var ljölbreytt og það var erfitt að halda yfir- sýn. Tímarnir breyttust hraðar og hraðar. Samkeppnin harðnaði stöðugt og menn þurftu að vera meira vakandi gagnvart tækninýjungum, markaðnum og Jjármögnun. Kea hafði ekki sama aðgang að fjármagni og við höfum í dag. Það voru því margar ástæður fyrir því að menn ákváðu að fara út í þessar miklu breytingar á Kea,“ segir Andri. Styrkir og sprotaverkefnl Fyrirtæki Kea voru seld og félagið stokkað upp. Kea hefði orðið gjaldþrota ef það hefði dregist 3-4 árum lengur að fara í þessa uppstokkun. Félagið var mjög skuldsett og reksturinn rekinn með tapi í mörgum greinum, t.d. í sjávarútvegi og kjötvinnslu. Með upp- stokkuninni seldi Kea eignir, minnkaði skuldir og fékk peninga í kassann. Mörg af þeim fyrirtækjum, sem seld voru, hafa blómstrað hjá nýjum eigendum. Ef hlutur Kea í Kaldbak væri seldur í dag myndi félagið standa eftir með 3-3,5 milljarða króna og eru þá ótalin þau verðmæti sem deilt var út til félagsmanna við stofnun Kaldbaks og til kúabænda við stofnun Norðurmjólkur. (Það voru 34% hlutur í Norðurmjólk eða um 400 milljónir króna.) Tekjur félagsins eru í dag litlar aðrar en arður af verðbréfaeign. A aðalfundi Kaldbaks í vetur var samþykkt að greiða 35% arð, eða 166 milljónir króna til Kea, og nemur það líklega um 80% af tekjum félagsins á árinu. Andri býst við að ráðstafað verði 60-80 milljónum í rekstur félagsins, styrki og fleira. 30-50 milljónir fari í sprota- verkefni og svo verði mjólkurbændum ef til vill lánaðar 120 milljónir króna. Ávaxtað á varfaerinn hátt Efnahagsreikningur Kea segir Andri að sé í dag frekar einfaldur, eigið fé upp á 2 milljarða og langmest af eignunum bundið í 27% hlut í Jjárfestingafélaginu 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.