Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 39

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 39
Andri er 37 ára gamall, fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann lærði vélaverkfræði við Háskóla íslands, stundaði framhalds- nám í Stanford háskóla í Bandaríkjunum í iðnaðar- og rekstrarverkfræði. Hann hefur verið kaupfélagsstjóri Kea í eitt ár. Hvað gerir kaupfélagsstjórinn? Hann opnar póstinn, svarar í símann og passar peningana," segir Andri Teitsson kaupfélagsstjóri. „Það rignir yfir mig erindum frá fólki sem vill stofna nýtt fyrirtæki og gera eitthvað sniðugt. Sumir vilja kaupa fyrirtæki sem þegar er starfandi. Allir biðja mig um hlutafé, lán eða styrk. Svo er þetta svolítið félagsstarf. Við höldurn opna fundi í deildum félagsins. Þær eru fimm, ijórar hér í Eyjafirði og ein í Þingeyjarsýslum. Þá eru allir félagsmenn velkomnir og rætt um hvað félagið sé að gera, hvað menn vilji að það geri. Við fáum líka utanaðkomandi fyrir- lesara með áhugaverð umræðuefni sem tengjast hveiju svæði og svo höfum við verið með skemmtiatriði, t.d. karlakór eða leikfélag, og borgurn þeim fyrir. Við leggjum okkur fram við að fá félagsmenn eða almenning til að mæta á fundina, taka þátt í alvarlegri umræðu og skemmta sér.“ 139 Kaldbak. Sá hlutur er tæplega þriggja milljarða virði. Þar fyrir utan á Kea 100 milljóna hlut í Norðurmjólk, 250 milljónir í Norðlenska matborðinu og 500 milljónir í lausu fé, húsbréfum og þess háttar eignum. Andri segir að ijárhags- staðan sé góð og skuldir sáralitlar. Félagið ávaxti höfuðstól sinn á varfærinn hátt. „Okkur fannst t.d. mikið að leggja 250 milljónir í Norðlenska matborðið sem var þá rúmlega 10% af okkar eigin fé. Það hefði ekki þótt mikið í gamla daga þegar félagið var með umfangsmikla starfsemi og jafnvel 100% af eigin fé sínu í einstökum fyrirtækjum, kannski 20% eiginijár- hlutfall með margfalda áhættu. Við viljum nota hluta af höfuð- stólnum, árlegan ávinning eða arð, til að leggja í áhættu- samari verkefni, sprotaverkefni, t.d. undirbúningsfélag fyrir Vaðlaheiðargöng. Þar erum við kjarkmikil, tilbúin að leggja peninga í verkefni sem er alveg óvíst að verði nokkurn tímann úr en gæti skilað miklum ávinningi fyrir svæðið ef þau ganga eftir,“ segir hann. Umræða sem endar hvergi Nokkuð hefur borið á gagnrýni meðal félagsmanna. Andri segir það í meginatriðum tvíþætt. í fyrsta lagi séu sárindi og vonbrigði með að Kea sé ekki lengur það stórveldi sem það hafi áður verið. Mönnum finnist bærinn eða félagið hafa sett niður. Hins vegar sé kröftug gagnrýni vegna tiltekinna mála, sérstaklega varðandi EINI STARFSMAÐURINN Andri Teitsson, kaupfélagsstjóri Kea, er 37 ára gamall, fæddur og upp alinn á Akureyri. Hann lærði vélaverk- fræði við Háskóla íslands, stundaði framhaldsnám í Stanford háskóla í Bandaríkjunum í iðnaðar- og rekstrar- verkfræði. Var starfsmaður Tvíhöfðanefndar, þar sem Magnús Gunnarsson var formaður, vann hjá Rekstrarráð- gjöfum, Kaupþingi Norðurlands og svo hjá íslandsbanka. Var framkvæmdastjóri ijárfestingafélagsins Þróunar- félags íslands og varð aðstoðarframkvæmdastjóri þegar félagið var sameinað EFA. Andri hefur verið kaupfélags- stjóri Kea í eitt ár. B9 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.