Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 40

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 40
UTTEKT KFA Kjötvinnsla Kea heitir í dag Norðlenska matborðið. Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Bændur Ijármagna félagið með því að Norðlenska matborðið dregur af þeim 4% þegar þeir leggja inn sitt kjöt. 4% fara í sjóð sem myndar eign hvers þeirra um sig í Búsæld. Félagið notar svo þessar 20-30 milljónir til að kaupa hlutabréf Kea í Norðlenska. Kea á 250 milljónir í Norðlenska og svo hefur hlutaféð verið aukið um 83 milljónir þannig að eignin nemur í dag 333 milljónum króna. Það tekur því bændurna að minnsta kosti 10 ár að eignast allt félagið. KAFFIBRENNSLA Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður Kea. Nýja Kaffibrennslan, áður Kaffibrennsla Kea. Kaffibrennsla Kea var sameinuð Ó. Johnson & Kaaber. Sú kaffibrennsla er í dag rekin undir nafninu Nýja kaffi- brennslan. mjólkursamlagið. Þar hafi verið sárindi og deilur. Mjólkur- bændur hafi talið réttmætt að fá samlagið til sín án endur- gjalds því að það væri ekki til ef þeir hefðu ekki lagt þar inn mjólk í heila öld. Fjölskyldufólk á Akureyri segi á móti að matvöruverslanirnar væru ekki til ef það hefði ekki keypt mat og bleiur. Þessi umræða endi hvergi. Meðalaldur félagsmanna í Kea er hár. Andri nefndir sem dæmi að um helmingur 60 ára og eldri séu félagsmenn, hins- vegar séu aðeins um 10% af fólki um tvítugsaldurinn í félag- inu og það það flest af því að foreldrarnir hafi skráð það í félagið í æsku. KEA hefur staðið fyrir átaki í félagaöflun meðal ungs fólks, t.d. í kringum „Snjókrossið“. 33 MJÓLKURSAMLAG Norðurmjólk við Súluveg. Kea rak mjólkursamlag á Akureyri og KÞ á Húsavík. Þessi starfsemi var sameinuð í Norðurmjólk á Akureyri. Eignar- haldið í því er dreift. Auðhumla, félag bænda, á 40%, Kea á 13%, Mjólkurbú Flóamanna 16%, Mjólkursamsalan 16%, Osta- og smjörsalan 12%, Kaupfélag Skagfirðinga 3%. Auðhumla á kauprétt á 12 prósentum Osta- og smjör- sölunnar og Kea hefur lýst vilja til að hjálpa þeim að kaupa þann hlut. Bændur á svæðinu ættu þá 52% og yrðu í farar- broddi í viðræðum um fyrirkomulag í fyrirtækinu og grein- inni til framtíðar. 33 40 EFLA BÚSETU 0G HAGSÆLD Kea hefur það markmið að efla búsetu og hagsæld í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum og vinna að hag félagsmanna sinna. Eftir umbreytinguna hefur félaginu tekist að halda þessu áfram og hefur í dag bolmagn til að hjálpa atvinnu- Mnu á svæðinu, t.d. að hjálpa kjötframleiðendum að eign- ast kjötiðnaðarstöðina, mjólkurbændum að eignast mjólk- ursamlagið og láta gott af sér leiða. 33 GAGNRÝNI Á KEA Nokkuð hefur borið á gagnrýni meðal félagsmanna og er hún í meginatriðum tvíþætt. í fyrsta lagi felst hún í vonbrigðum með að Kea sé ekki lengur það stórveldi sem það var áður. í öðru lagi er kröftug gagnrýni vegna tiltek- inna mála, sérstaklega mjólkursamlagsins. 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.