Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.03.2004, Qupperneq 45
NÆRMYND AF ANDRA MÁ INGÚLFSSYNI KAUPIR EIMSKIPAFÉLAGSHÚSIÐ Varfærinn fagurkeri Ýmsum finnst sem Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, svífi um á rósrauðu skýi vegna kaupa sinna á Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti 2, en þar ætiar hann að opna fjögurra stjörnu hótel vorið 2005. Eftir Hauk L. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson að hafa sjáifsagt margir séð Eimskipafélagshúsið við Póst- hússtræti og samliggjandi hús fyrir sér sem hótel en flestir látið sér nægja tilhugsunina eina. Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Heimsferða, er ekki í þeim hópi því hann gerði meira en láta sig dreyma þegar húsið var auglýst til sölu. Hann lét verkin tala og keypti húsið á dögunum fyrir 510 milljónir króna. Húsið verður afhent 1. júlí í sumar. Þá getur Andri Már brett upp ermarnar ásamt sam- verkamönnum sínum og opnað ijögurra stjörnu hótel vorið 2005. Heimsferðir munu reka hótelið, en sérstakt fasteigna- félag, sem fleiri koma að, mun sjá um rekstur húseignanna. Á fundi samtaka ferðaþjónustunnar fyrir skömmu hélt Andri Már tölu. Meðal áheyrenda voru nokkrir sem fannst hann kannski örlítið sjálfumglaður. Hafði þar töluvert að segja að Heimsferðir höfðu keypt ferðaskrifstofuna Terra Nova-Sól í lok síðasta árs. Þegar Andri Már kom að fyrirhuguðu hóteli við Pósthússtræti 2 og framtíðaráætlunum því tengdu fannst enn öðrum á téðum fundi sem að Andri svifi um á rósrauðu skýi. Héldu þeir hinir sömu að hann hefði orðið heltekinn af róman- tískum hugmyndum innblásnum af fegurð hússins og sögu. Meira væri um slíkan innblástur við viðskiptin en jarðtengdar viðskiptaáætlanir. En eftir samtöl við þá sem þekkja Andra Má er óhætt að fullyrða að kaup hans á Eimskipafélagshúsinu eru vel ígrunduð, raunar þaulhugsuð frá upphafi til enda. Enda engin tilviljun að hann skuli hafa bolmagn til að kaupa húsið og vera það fjár- hagslega stöndugur að geta staðgreitt það þó hann hafi reyndar notað smálánsfé. Frá stofnun Heimsferða í mars 1992 hefur fyrir- tækið verið að græða peninga. Heimsferðir eru önnur stærsta ferðaskrifstofa landsins, flutti hátt í 40 þúsund farþega í fyrra. Heims- ferðir skiluðu 210 milljónum króna í hagnað árið 2002 og er búist við svipuðum hagnaði fyrir árið í fyrra. Framtíð Heimsferða og Andra Más virðist því björt og ef skyggnst er á bak við persón- una bendir ekkert til annars en að framhald verði þar á. Byrjaði snemma Sagt er að eplið falli ekki langt frá eikinni. Það má til sanns vegar færa þar sem þeir feðgar eru annars vegar, Andri Már og faðir hans, Ingólfur Guðbrandsson, fyrrum ferðaskrifstofukóngur, kórstjóri og lífskúnstner með meiru. Andri Már er fæddur 17. október 1963, í vogarmerkinu. Hann ólst reyndar að mestu upp hjá móður sinni, Laufeyju Kristjáns- dóttur, í Stóragerðinu í Reykjavík, ásamt systrum sínum, Evu og Hafdísi. Hann fór að snattast á ferðaskrifstofu föður síns, Útsýn, sem strákgutti og hefúr alla tíð síðan verið viðloðandi ferðaþjón- ustu. Andri Már varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð og nam síðan viðskiptafræði við Háskóla íslands. Samhliða því stundaði hann tungumálanám og starfaði í Þýskalandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Hann mun hafa starfað á ferðaskrif- stofu í Los Angeles um skeið og var fararsljóri víða um heim á sumrin. Hann kunni því sitt hvað fyrir sér í ferðabransanum þegar hann stofnaði Heimsferðir fyrir 12 árum. Bæði aflaði hann sér reynslu upp á eigin spýtur og hefur örugglega ekki komið að tómum kofanum þar sem faðir hans er. En Andri Már hefur staðið á eigin fótum með Heimsferðir og fullyrt er að þeir feðgar séu afar ólíkir og verði ekki jafnað saman. „Það eru fáir sem þekkja ferðabransann jafn vel og Andri Már. Hann hefur unnið öll störf sem tengjast ferðaþjónustu og rekstri ferðaskrifstofu og er margra manna maki þegar svo ber undir," segir kunningi Andra Más. Hann bæti við að Andri Már hefði einnig gott nef fyrir viðskiptatækifærum. Árangursmiðaður Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, er góður vinur Andra Más. Þorsteinn M. Jónsson: „Andri Már er afar varkár maður og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Kaupin á Eimskipa- félagshúsinu eru þaulhugsuð og þar er ekki anað að neinu. Hann stígur yfirleitt varlega til jarðar og er ekki sérlega vel við að láta koma sér á óvart.“ 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.