Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 57
FRÉTTIR
KAUPIR MCDONALDS
Jón Garðar Ögmundsson, i\r. framkvæmdastjóri
Pizza Hut, er að kaupa McDonalds veitingastaðma.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Verið er að leggja lokahönd á samninga um
kaup Jóns Garðars Ögmundssonar, fv. fram-
kvæmdastjóra Pizza Hut, á Lyst ehf. sem á og
rekur McDonalds veitingastaðina í Reykjavík og er
búist við að samningar verði undirritaðir um
sama leyti og eða fljótlega eftir að Fijáls
verslun kemur út. Kaupverðið er ekki gefið
upp en velta fyrirtækisins nemur rúmum
500 milljónum króna á þessu ári. Kaupin
eiga sér stað í framhaldi af sölu Gaums á
Pizza Hut til Péturs Jónssonar, fv. mark-
aðsstjóra hjá Islensk-ameríska.
„McDonalds er eitt þekktasta vörumerki í heimi. Ég ætla að
auka viðskiptin og sjá til þess að fyrirtækið vaxi því að grunnur-
inn er góður. Það hefur vandað vel til alls. Það er ekki gott að
segja hvernig framtíðin lítur út en við stefnum að því að opna
fleiri veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og út um landið
þegar fram líða stundir," segir Jón Garðar og telur að úti á
landi komi helst til greina að opna McDonalds á Akureyri
og í Borgarnesi, hugsanlega líka á Suðurnesjum.
Afhverju ertu að breyta til?
„Þetta var tækifæri sem bauðst og ég sló
bara til. Ég hef verið að vinna í þessum
geira. McDonalds er toppurinn í þessu,
faglegustu aðilarnir í veitingarekstri í
heiminum í dag. Það er mjög
spennandi.“ H3
Jón Garðar Ögmundsson,
framkvæmdastjóri McDonalds.
NAFN FORSTJÓRA
ALGENBT AD HEITA... JÓN SIBURÐSSON
Jón Sigurðsson seðlabanka-
stjóri.
Jón Sigurðsson, bankastjóri
Norræna fjárfestingabank-
ans í Helsinki.
Jón Sigurðsson, forstjóri
Össurar.
Jón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs
hjá Sæplasti.
Jón Sigurðsson er eitt frægasta nafii
íslandssögunnar og sennilega er það
eitt algengasta nafnið í hópi íslenskra
stjórnenda fyrr og síðar. Foringinn í frelsis-
baráttu Islendinga á sínum tíma hét Jón
Sigurðsson. Það er því ekki leiðum að líkjast
fyrir Jónana Jjóra, þá Jón Sigurðsson, for-
stjóra Norræna fjárfestingabankans í
Helsinki, Jón Sigurðsson seðlabankastjóra, Jón Sigurðsson,
forstjóra Össurar, og Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóra
rekstrarsviðs hjá Sæplasti. Til viðbótar þeim má svo nefna Jón
Sigurðsson, fv. forstjóra Járnblendifélagsins, og Jón Sigurðar-
son, eiganda Báru ehf. en hann hefur verið í ýmsum lýsis-
útflutningi. Sjálfsagt mætti tína fleiri til.
Alls bera 95 karlmenn þetta fallega og
virðulega nafn, samkvæmt upplýsingum úr
þjóðskránni, og þeim til viðbótar eru 165
karlar með millinafn. Einnig eru þeir
nokkrir sem heita Jón Sigurðarson. Eitt-
hvað hefur þeim körlum fækkað sem bera
nafnið Jón Sigurðsson því að árið 1990
voru þeir 117, auk 147 sem höfðu millinafn.
Fjórtán árum siðar eru þeir 95 sem heita Jón Sigurðsson og
165 sem hafa millinafn. 53 menn eru skráðir undir þessu
nafni í símaskránni í Reykjavík.
Ættir í Arnartjörðinn Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna
tjárfestingabankans ogfv. seðlabankastjóri, segir að nafnið hafi
Þeir eru að minnsta kosti
fjórir alnafnarnir á
toppnum í viðskiptalifinu
sem heita Jón Sigurðsson.
Eftir Guðrúnu Flelgu Sigurðardóttur
57