Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 58

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 58
FRÉTTIR aldrei vafist neitt fyrir sér, hvað þá að mikill ruglingur hafi orðið. Hann heiti eftir langafa sínum sem var bóndi á Gaut- löndum í Mývatnssveit og alþingismaður, auk þess sem Jón á ættir að rekja til Hrafnseyrar í Arnarfirði þar sem „hinn eini sanni Jón Sigurðsson er fæddur," segir hann. Jón seðlabankastjóri segir það iðulega hafa komið fyrir að sér hafi verið ruglað saman við Jón Sigurðsson í Össuri því að þeir hafi verið saman í Utflutningsráði og ýmsum nefndum á árum áður. En Jón, bankasljóri í Helsinki, segist ekki hafa orðið var við að sér væri ruglað mikið saman við aðra. SD ÁHRIF SKRÆNINGAR PHARMACO í LONDON í HAUST: EKKIÁ VÍSAN AÐ RÓA Skráning Pharmaco á markað í London í haust getur haft mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn og íslenska hagkerfið. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Ef útboðið gengur vel og bréfin hækka þá myndi það hafa mikil áhrif hérlendis. Það er aðallega spurning um það hversu áhugasamir erlendir fjárfestar verða fyrir bréfunum og þá hvor markaðurinn verður leiðandi í verðmyndun, hvort áhuginn á Pharmaco verði svo mikill eða lítill í London að það verði spegilskráning við markaðinn hér eða ekki. Með skráningu munu möguleik- ar Pharmaco á að stækka erlendis með yfir- tökum og kaupum á öðrum fyrirtækjum, sem félagið borgar fyrir með eigin bréfum, snar- aukast þar sem íslenska Kauphöllin er ekki mikið þekkt erlendis. Erlendir Ijárfestar hafa ekki sýnt innlendum hluta- bréfum mikinn áhuga. Krónan er lítt seljanleg og það er lítill seljanleiki í Kauphöllinni, ekki síst vegna þess hversu lítil félögin eru. Fjárfestar erlendis þekkja hana lítið og hafa ef til vill ekki trú á svona kauphöll enn sem komið er. Bæði er markaðurinn ungur og lítt þekktur, svo eru fyrirtækin fá og viðskiptin Mta,“ segir Þórður Pálsson, forstöðumaður grein- ingardeildar KB-banka. Gjaldeyrisinnstreymi og auðsáhrif stefnt er að því að skrá Pharmaco á markað í London með haustinu. Gengi Pharmaco hefur legið stöðugt upp á við síðustu misserin og hefúr félagið borið uppi og leitt hækkun íslensku hlutabréfavísitölunnar. Fjárfestar hafa mikla tni á félaginu og væntingar hafa verið gríðarlegar. Það er því spurning hvað gerist við skráningu félagsins á markað í London, hvort það hafi einhver áhrif á íslenska hagkerfið og íslenskan hlutabréfamarkað. „Pharmaco er núna með markaðsvirði upp á 120-130 millj- arða króna. Islenski hlutabréfamarkaðurinn hefur hingað til haft litla tengingu við erlenda hlutabréfamarkaði og má eiginlega segja að verðlagning á hlutabréfum hérna hafi verið í tómarúmi miðað við erlenda markaði sem sést meðal annars á því hversu lítið íslensk hlutabréf sveiflast í takt við erlend. Bókfært virði eigin ijár Pharmaco er ekki nema 20 milljarðar í dag. Ef Pharmaco verður skráð í London og gengið verður svipað og hér þá verður þessi eign íslendinga allt í einu 130 milljarðar og alþjóðleg markaðsvara. Ef íslendingar selja eitthvað af sínum hlut í félaginu getur það valdið gjaldeyrisinnstreymi og haft töluverð efnahags- leg áhrif, bæði á gengi krónunnar og auðsáhrif," segir Þórður. Gæti oróiö áfall... „Efútboðið hins vegargengur ekki sem skyldi og Pharmaco lækkar í verði þá minnkar það töluvert nettóeign íslendinga og seljanleiki eigna þeirra myndi minnka. Það gæti orðið áfall. Verulegt magn af peningum myndi hverfa út úr verðbréfamarkaðnum og gengis- hagnaðurinn sem menn telja sig eiga myndi hverfa," heldur hann áfram og vill bíða og sjá til. Um miðjan maí er von á fyrsta árshlutauppgjöri Pharmaco og þá kemur í ljós hvernig gengið hefur með lyfið sem Ijárfestar binda gríðarlegar vonir við. Þórður veltir upp spurningum um verðlagningu Pharmaco. „Pharmaco er hátt verðlagt og ekki miklar upplýsingar frá félaginu að hafa. Maður veit ekki hvort það er meira í pípunum sem getur ýtt verðinu upp,“ segir hann og telur spurninguna snúast um það hvort fjárfestar í London muni hafa sömu trú á framtíðar vexti félagsins og Ijárfestar á íslandi. „Það er mesta breytingin. Gengið byggist ekki lengur bara á mati íslenskra tjáríesta heldur alþjóðlegra fjárfesta sem hafa þekkingu á og mjög góða reynslu af sljórnendum félagsins. Ef það verður mikill áhugi í London mun það gjörbreyta landslaginu hér heima,“ segir hann. - Hvernig meturðu líkurnar á því? „Eg er ekkert alltof trúaður á það þar sem við metum virði Pharmaco á genginu 37,5 í dag, hins vegar yrði það engu að síður mikill styrkur fyrir íslenska hagkerfið og ijármálamarkað ef bréfin yrðu nálægt því gengi.“ Œi Þórður Pálsson, forstöðu- maður greiningardeildar KB-banka. 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.