Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 59

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 59
FRÉTTIR MSN hentugt sem stiómunartæki Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur MSN vex að vinsældum sem stjórnunartæki þó að blátt bann sé lagt við notkun þess á sumum vinnustöðum. Það er sérstaklega gott í samskiptum milli landa þar sem allir sitja við sama borð, einnig til að halda fundi og er þá hægt að vista samskiptin og hafa fundargerðina á þvi formi. Loks er hægt að hafa hljóð og mynd til viðbótar textaskrifunum þannig að möguleikarnir eru ýmsir. „Mörg fyrirtæki hafa bannað notkun á MSN því að stjórnendurnir vilja að athygli starfsmannsins sé bundin við viðfangsefni fyrirtækisins. Oft hefur MSN-notkun starfsmanna verið tengd fristundum. En MSN er verkfæri sem er gagnlegt til síns brúks og getur hentað undir vissum kringumstæðum, en það hentar ekki fyrir löng og mikil samtöl og kemur auðvitað ekki í staðinn fyrir að standa upp og ræða við fólk,“ segir Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverk- fræði við Háskóla Islands. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði. Á MSN-inu sést alltaf hveijir eru inni og hverjir ekki og er hægt að senda þeim skeyti sem eru við. Helgi Þór segir hentugt að nota MSN til að koma á milli upplýsingum eða undirbúa jarðveginn fyrir símtal eða fund. „MSN getur haft ýmsa kosti fram yfir síma- fundi. Símafundirnir eru sniðugir en þeir kosta töluvert og það þarf að undirbúa þá og hafa stjórn á þeim. Ég hef sjálfur ekki tekið þátt í fundum á MSN en sé í hendi mér að þar væri hægt að hafa betri stjórn og nota tæknina til að senda gögn á milli,“ segir hann og kveðst sjálfur hafa notað wvvvv.blogger.com í netfundi. Það sé gott verkfæri með marga möguleika. Hver og einn verði bara að finna sjálfur hvers konar tækjum hann vill beita hveiju sinni. B3 þína lausn? Hverjum treystir Viðskiptavinir Maritech treysta á MBS Navision sem viðskiptahugbúnað. Maritech hefur aðstoðað fhörg af framsæknustu fyrirtækjum ogsveitarfélögum landsins við að ná árangri í rekstri, með þróun, sölu og innleiðingu á MBS Navision. Hjá Maritech starfa margir af hæfustu MBS Navision sérfræðingum landsins. Komdu í hópinn og hafðu samband við söludeild Maritech. Microsoft C E R T I F I E D Business Solutions Partner Meðal viðskiptavina Maritech eru: SLÆ-Mt2*Sprm fi 0 Landsbankinn ^aTanta Reykjavík: Hlíðasmári 14 | 201 Kópavogur | Sími: 545 3200 | postur@maritech.is Akureyri: Skipagata 18 | 600 Akureyri | Sími 545-3500 | akureyri@maritech.is maritech

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.