Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 80

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 80
Miðrými á efstu hæð KB-banka. Þarna eru fundaherbergi bankastjórnar og fulltrúar bankastjóra. Myndir: Geir Ólafsson KB-BANKI, ARKITEKTÚR HÁn TIL LOFTS OG VÍn TIL VEGGJfl Fyrir stuttu flutti KB-banki höfuðstöðvar sínar í nýtt hús að Borgartúni 19 sem upphaflega var hannað fyrir Fjárfestingabanka atvinnulífsins og hentar því vel fyrir bankastarfsemi. Húsið er klætt gráum steini og fellur ágætlega inn í götu- myndina sem er að myndast í Borgartúninu. Það er óreglulegt í lögun og hár, afturhallandi gluggi er fyrir ofan innganginn og gefur húsinu skemmtilegan „öðruvísi" blæ. Húsið er neðst í þyrpingu nokkurra húsa við götuna og því eins konar hornsteinn. Við teikningu hússins var það dregið fram en lögunin ræðst einnig af gerð lóðarinnar. Útsýnið er frábært þar sem ekki verður byggt fyrir framan það í vesturátt. „Eykt byggði húsið sem ætlað var fyrir Fjárfestingabanka atvinnulífsins," segir Asgeir Asgeirsson, einn af arkitektum hússins hjá Tark. „í KB-banka eru vinnustöðvar fyrir um 300 manns en það er þegar orðið heldur þröngt og búið að gera ráðstafanir til stækkunar. Við húsið er 4.000 fin bílageymsla en það er heldur meira en kröfur eru um. Það hefur einfaldlega sýnt sig að fólk er á bílum og því verður að taka tilliti til þess.“ KB-banki er skemmtilegt sambland opins og lokaðs rýmis þar sem flestir starfsmenn eru í stórum, opnum iýmum í björtum sölum en þeir sem starfa sinna vegna þurfa að vera sér, hafa skrifstofur. Þó svo margir séu saman í stórum rýmum, er hljóðeinangrun hússins mjög góð og enginn kliður eða hávaði er til staðar. „Það var á tímabili neikvæð umræða um opin rými en sú umræða stafaði held ég mest af því að hugmyndin var stundum ekki nógu vel útfærð og fólk fann fyrir miklum hávaða sem truflaði. Það er nauðsynlegt að dempa allan hávaða vandlega í slíkum rýmum og það hefur tekist vel til hér,“ segir Ásgeir. 80

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.