Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 83

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 83
„Flugvöllurinn", hið gríðarstóra fundaborð sem hægt er að taka í sundur á örskömmum tíma. EGILL ÁRNASON KERFISVEGGIR VINSÆLIR að verður sífellt vinsælla að byggja skrifstofuhúsnæði á þann veg að veggi sé hægt að færa til og stækka og minnka rými eftir því hvernig starfseminni er háttað. Egill Arnason hf. selur Movinord kerfisveggi sem eru notaðir í húsi KPMG endurskoðunar í Borgartúni. I húsi KB-banka eru Parafon kerfisloft frá Agli Árnasyni, sem sérstaklega eru hönnuð fyrir hljóðísog og notuð þar sem eru opin rými og hörð gólfefni. Fyrirtækið á raunar talsvert meira í húsunum því steinninn utan á KPMG húsinu er frá Agli, en sami steinn, sem kallaður hefur verið „Black diamond", er notaður í tröppur og anddyri. „Þetta er kínverskur steinn sem er mjög vinsæll núna vegna útlits og verðs,“ segir Gunnar Arnason, deildarstjóri hjá Agli Árnasyni. „I KB-banka er sama leið farin, þ.e. sami steinn er utan á húsinu og innan, það er flögusteinn sem heitir Mustang og kemur frá Brasilíu. Utanhússklæðningin er ekki frá okkur en steinninn í anddyri og almennings- rýmum er það hins vegar.“ Gunnar segir glerið áberandi í byggingunum og gefi það þeim létt yfirbragð og opið. „Það eru einnig stórir færanlegir Gunnar Árnason, deildarstjóri hjá Agli Árnasyni. veggir í báðum húsunum en þeir gera að verkum að auðvelt er að stækka fundarsali eða minnka eftir atvikum," segir hann. „Þetta er hagkvæmt og hentar víðast vel og bindur ekki lými á sama hátt og fastir veggir.“B!j 83

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.