Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 84
Anddyri KPMG er rúmgott og bjart. Myndir: Geir Ólafsson
KPMG, ARKITEKTÚR
HÚS KPMG ENDURSKOÐUNAR
Eitt nýjasta húsið við Borgartún er hús KPMG endurskoðunar, Borgartúni 27.
Húsið er rúmgott, um 800 fm hver hæð og í því vinna um
160 manns en starfsfólki fer fjölgandi dag frá degi. Það
voru GP arkitektar sem höfðu veg og vanda af teikningu
hússins en arkitekt þess er Guðni Pálsson. Hann segist fyrst og
fremst hafa verið með notagildi í huga og það að í húsinu er
viðkvæm starfsemi.
„Húsið er látið snúa í norður-suður, svo að sem minnst sólar-
álag sé á vinnustaði og útsýni frá húsum fyrir aftan skerðist sem
minnst. Meðfram vestur- og austurhlið eru skrifstofur í miðj-
unni eru eldhúskrókar, skápar fyrir starfsfólk og snyrtíngar,"
segir Guðni Pálsson arkitekt. „Á gólfum er rustíc eik sem gefúr
hlýlegan blæ til mótvægis við glerið og steininn en þar sem
steinn er á gólfum, í anddyri og á stígum, er það sami steinn og
er utan á húsinu. Þetta er kínverskt basalt, svart að lit og þægi-
84