Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 85

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 85
legt bæði í viðhaldi og byggingu." Guðni segir að vegna allra þeirra viðkvæmu trúnaðargagna sem í húsinu eru, sé allri um- ferð um það stýrt vandlega. Gestir sem koma á fundi fara beint inn i fundarherbergi en ekki í gegnum starfsstöðvar hússins. Almenn fundarherbergi eru á fyrstu hæð og þar er einnig kennslustofa. Einnig eru fúndarherbergi á öllum hæðum á austurhlið gegnt lyftukjarna og eru þau með útskotsgluggum. „Veggir út á ganga eru úr gleri, en filma á því öllu svo að íakmarkað sést gegnum það. Birta kemst inn í húsið, en rétt hægt að sjá hvort einhver er handan glersins. Húsið skiptist í opið rými og lokaðar skrifstofur, en fleiri hafa aðstöðu á skrifstofum en í opnum rýmum. í opnu rýmunum eru settar saman fjórar vinnustöðvar í e.k. stjörnu en þó með skilveggjum á milli. í opnu rýmunum eru engar lokaðar skrif- stofur, þannig að ljósflæði er gott. Matsalurinn er á 8. hæð með stórkostlegu útsýni og á norðurglugganum er filma sem sýnir heiti fjalla og staða sem sjást út um gluggann. Vestur- og norðurhlið hússins eru klæddar gleri en suður- og austurhliðin eru meira lokaðar af vegna sólar- og regnálags. Allir innveggir eru færanlegir þannig að auðvelt er að stækka eða minnka rými eftir því sem þarf,“ segir Guðni. „Húsgögn eru öll úr eik og eins hurðir og skápar. Parket er frá Byko, utanhúsklæðning, stein- og flísagólf er frá Agli Árnasyni, gluggar og umgjörð eru frá Fagvali, loft frá íslenska verslunarfélaginu, lagnarennur frá Smith & Norland og loftljós frá Rafkaup.“ SH INNIEFNIFYRIRATVINNUHUSNÆÐI KERFISVEGGIR • KERFISLOFTAPLÖTUR • FELLIVEGGIR • GLERVEGGIR Arnason hf Ármúli 8 - 108 Reykjavík 595 0500 - www.eqillai 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.