Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 91

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 91
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu Höfðatorgi og byggingum í kring um það - séð frá Sæbrautinni. Höfði er lengst til vinstri. PUNKTURINN YFIR l-IÐ: Höfðatorg verður viðbót Torg eru víða vinsæl í borgum, ekki síst þar sem skjólsælt er og hægt að setjast til að fá sér kaffisopa eða matarbita. Neðarlega við Borgartún mun rísa eitt slíkt, umkringt skrifstofu-, þjónustu- og verslunarhúsnæði. Torgið sjálft verður á stærð við Austurvöll og því rúm þar fyrir ýmsar uppákomur.Undir torginu verður bílakjallari á tveimur hæðum sem taka mun um 800 ökutæki. Staðsetningin er í þjónustumiðju borgarinnar, nálægt hinu sögufræga húsi Höfða í Reykjavík og skammt frá hjarta gamla miðbæjarins. Fullkominn staður fyrir fyrirtæki sem vilja útsýni og yfirsýn ásamt góðum tengslum við fólk og fyrirtæki. Umhverfis torgið verða 4-5 hæða háar byggingar og ein stærri bygging, 16 hæða turn sem verður jafnframt aðalkennileiti svæðisins. Byggingarnar henta bæði stórum og smáum fyrirtækjum. Hæðirnar mynda eina heild milli bygginga en þeim má einnig skipta upp í sjálf- stæðar einingar. Þannig má endalaust breyta húsnæðinu og nýta sérstaka eiginleika hverrar byggingar. Eykt hf., sem byggir þarna, lét fara fram samkeppni á hönnuninni og varð tillaga frá Pámari Kristmundssyni hlut- skörpust. Með torginu er verið að horfa til þess að á Borgar- túnssvæðinu er fjöldi fyrirtækja og þörf fyrir útivistarsvæði og þjónustu þar sem fólk getur notið veitinga, verslað og skoðað listsýningar. Samningar standa yfir við Olaf Elíasson myndlistarmann varðandi hönnun á torginu sjálfu en þar munu verða stærri lista- verk auk þess sem gert er ráð íyrir að minnsta kosti einum listsýningasal í hús- næðinu í kring. Torgið, sem hlotið hefur nafnið Höfðatorg, er velkomin viðbót í Borgar- túnið og vfst er að þar eiga margir eftir að eiga góða stund. H3 Höfðatorg séð frá Höfða. 91

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.