Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 94

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 94
VINUMFJOLLUN SIGMARR B. AiLSACE "AVION U,N\< K fONI'K^1-'-1 Elsassvínin eru margbrotin en þó aðgengileg, - þau eru góð með bragðmiklum mat og frábær ein sér, - sannkölluð sumarvín. Mynd: Geir Ólafsson Elsass - Mekka sælkera Það sem gerir Elsass svo áhugaverðan áningarstað er hve héraðið er fallegt og forvitni- legt Höfuðborg þess er Strassborg, stundum kölluð höfuðborg Evrópu Eftír Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Nú er sá tími að ganga í garð að margir eru farnir að huga að sumarfríum sínum. Fyrir sælkera og unnendur góðra vína er tilvalið að fara til Elsass (Alsace), héraðs í Frakklandi. Elsass er í norðausturhorni Frakklands, við landamæri Þýskalands. Sterkra þýskra áhrifa gætir í héraðinu, enda var það hluti Þýskalands á árunum 1870 - 1918. Þýskra áhrifa gætir nokkuð í byggingar- og matar- gerðarlist Elsassbúa og svo í vínræktinni. Segja má að Elsass sé á vinstri bakka Rínarfljóts og rækta Elsassbúar sömu vín- þrúgur og gert er í Rínarhéruðum Þýskalands. En þrátt fyrir töluverð þýsk áhrif í héraðinu er það þó svo sannarlega franskt. Elsassbúar sjálfir benda hins vegar á það að menning héraðsins sé hvorki þýsk né frönsk, - í aldanna rás hafi þróast lífshættir og menning þar sem gætir franskra og þýskra áhrifa og útkoman sé sjálfstæður menningarheimur, - nefni- lega Elsass og elsösk menning. Route du Vin Það sem gerir Elsass svo áhugaverðan áningarstað er hve héraðið er fallegt og forvitnilegt. Höfuð- borg þess er Strassborg, stundum kölluð höfuðborg Evrópu því að Evrópuþingið kemur þar saman og Evrópuráðið hefur þar aðsetur. I hlíðum Vosgesfjalla eru svo litlu vínbæirnir 94

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.