Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 95

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 95
VÍNUMFJÚLLUN SIGMARS B. umkringdir vínekrunum. Húsin eru fagurlega skreytt, mörg þeirra yfir 300 ára gömul. Göturnar eru þröngar og upp við húsin eru litlir litríkir garðar. í hveiju þorpi og bæ eru falleg torg og við þau vinaleg veitingahús og vínstofur. Skemmtilegt er að fara svokallaðar vínleiðir eða Route du Vin. Þetta er 120- 160 km leið (fer eftir því hvaða vegi er ekið um). Á þessari fögru leið eru um 100 vínbæir og þorp. Riesling Vínrækt hefur verið stunduð í Elsass frá því á dögum Rómveija. Stolt héraðsins eru hvítvínin sem sum hver oru ein þau bestu sem völ er á í heiminum. I Elsass eru ræktaðar 7 tegundir af þrúgum. Vinsælasta þrúgan er Riesling. Að öllum líkindum er Rieslingþrúgan upprunnin í Rínardalnum, hún hefur verið þekkt á Rínarsvæðinu frá því á 14. öld. Villivínviður hefur verið kynbættur og ræktaður. Jarð- vegur og veðurfar í Elsass virðist henta Rieslingþrúgunni ein- staklega vel. Hvergi í heiminum eru framleidd jafngóð Rieslingvín í eins háum gæðaflokki og í Elsass. Rieslingvínin frá Elsass eru nokkuð frábrugðin þeim þýsku. Þau eru áfengari, dekkri að lit og þurrari. Af þeim er ilmur af hunangi, sítrónu og stundum eplum. Af þeim er léttur kryddaður ávaxtakeimur. Rieslingvínin frá Elsass eru einstaklega þægi- leg vín, henta vel til að drekka í staðinn fyrir bjór og sterka drykki. Þau passa vel með krydduðum mat og fiskréttum með smjörsósum. í verslunum ÁTVR eru nokkur dæmigerð Rieslingvín frá Elsass. Léon Beyer Riesling á kr. 1.490 er létt °g þægilegt vín. Rfaffenheim Steinert Riesling á kr. 1.950, sem er svokallað Alsace Grand Cru. Grand Cru þýðir að vínið kemur af ekru þar sem aðeins má rækta Riesling-, Gewiirtstraminer, Pinot Gris- og Muscatþrúgur. Þessar þrúgu- tegundir eru taldar vera öðrum þrúgum héraðsins æðri. Tokay Pinot Gris Að mínu mati er merkilegasta vín Elsass Tokay Pinot Gris. Það hefur algjöra sérstöðu í vínheiminum. Það er yndislegt eitt sér en passar einnig vel með ýmsum réttum, kjúklingi, feitum fiski eins og lúðu og einnig með krydduðum mat. Tokay Pinot Gris passar einnig ljómandi vel með graflaxi. Það er bragðmikið og með góðri fyllingu. Merkja má bragð af þurrkuðum ávöxtum, hnetum, grænum eplum og oft má merkja smá reykbragð. Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach er góður fulltrúi þessara yndislegu vína. Willm Pinot Gris á kr. 1.230 er nokkuð einfaldara en létt og frískandi. Léon Beyer Tokay Pinot Gris á kr. 1.570 er sennilega skemmtilegasta Tokay Pinot Gris vínið í verslunum ÁTVR. Af því er þétt ávaxta- og kryddbragð, en þó er það þurrt og með góðri sýru. Frábært vín með mildum ostum og jafnvel villibráð eins og lunda eða svartfugli. Gewiirtstraminer Þessi ávaxtaríku og krydduðu vín hafa náð nokkrum vinsældum hér á landi. Gewurtstraminer er best eitt sér, en á vel við með mygluostum og reyktum mat, t.d. reyktum laxi og léttreyktu lamba- eða svínakjöti. Nokkur munur er á Gewurtstraminer vínum frá hinum ýmsu fram- leiðendum. Sá munur birtist fyrst og fremst í því hvað vínin eru þung, þétt eða létt og sýrumikil. Ekta Gewurtstraminer frá Elsass er Hugel á 1.540, einnig Dopff og Irion Gewurt- straminer á kr. 1.550. Dietrich Gewiirtstraminer Reserve á kr. 1.270 er áhugavert vín, hálfþurrt, með skemmtilegu bragði af austurlensku kryddi og ávöxtum, gott borðvín. Pinot Noír Sérstaða Elsass, miðað við önnur vínræktarhéruð Frakklands, er sú að Elsassvínin eru ekki skilgreind eftir svæðum heldur eftir þeim þrúgum sem þau eru pressuð úr. Hér hefur verið fjallað um helstu og án efa áhugaverðustu þrúgur Elsasshéraðs, eða Riesling, Tokay, Pinot Gris og Gewurtstraminer. En önnur vín eru framleidd í héraðinu. I því sambandi mætti nefna Muscat, Sylvaner, Pinot Blanc og freyðivínið Crémant d'Alsace. Allt eru þetta hvítvín. Úr einni þrúgu er framleitt rauðvín og það Pinot Noir. Þetta er létt og þægilegt rauðvín sem á síðari árum hefur vakið nokkra athygli í vínheiminum. Því miður er þetta vín ekki til í verslunum ÁTVR. Vonandi verður þó hafinn innflutningur á því, þetta er nefnilega skemmtilegt sumarvín. Þess má geta að úr Pinot Noir þrúgunni er einnig gert rósavín í Elsass. Vín fyrir íslendinga Ágætur matreiðslumaður hér í Reykja- vík sagði á sínum tíma að vín frá Elsass væru „vín fynr íslendinga.“ Þetta eru skemmtileg og friskandi sumarvín. Vín sem tilvalið er að hafa með sér í sumarbústaðinn. Góð vln með glóðarsteiktum silungi jafnt sem aðalblábeijum. Þau eru ekki síður góð ein sér, einkum á það við um Rieslingvínin og Tokay Pinot Gris. Þegar maður finnur ilminn af góðu Elsassvíni, sem nýbúið er að hella í glas, þá finnur maður angan af íslensku sumri. H3 Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum frá Elsass: Hugel Riesling, kr. 1.440 Léon Beyer Riesling, kr. 1.470 Pfaffenheim Steinert Riesling, kr. 1.950 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach, kr. 1.590 Willm Pinot Gris, kr. 1.230 Léon Beyer Tokay Pinot Gris, kr. 1.570 Hugel Gewurtstraminer, kr. 1.550 Dopf og Irion Gewiirtstraminer, kr. 1.550 Dietrich Gewurtstraminer, kr. 1.290 95

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.