Frjáls verslun - 01.07.2004, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN
NYR FORSÆTISRAÐHERRA
Fjallagarpur nær á lindinn
HaLLDÓR ÁSGRÍMSSON er nýr forsætisráðherra þjóðar-
innar. Hann tekur við góðu búi. Það er einna helst að viðskipta-
hallinn; óhófleg einkaneysla, séu að kveikja verðbólgubálið. Það
bál þarf Halldór að kæfa í fæðingu og lækka hitann undir
katlinum. Halldór er kunnur flaflgöngugarpur. Það er því við
hæfi að segja að hann hafi náð tindinum þótt hann hafi setið á
Alþingi í hartnær þijátíu ár og verið ráðherra meira og minna í
tuttugu ár, þar af níu ár sem utanríkisráðherra í stjórn Davíðs.
Halldór er reynslubolti. Einhver orðaði það svo, að þrátt fyrir að
hann væri framsóknarmaður væri hann sá rétti til að taka við af
Davíð; traustur og orðheldinn, varkár og íhaldssamur. Hann á
eftir að styrkjast sem stjórnmálamaður í starfi forsætisráðherra.
Hann verður sjálfstæðari og með meira sjálfstraust. Hann mun
slá á óánægjuraddir vinstri-framsóknarmanna sem telja hann
hafa hangið of mikið aftan í Davíð í skoðunum.
HALLDÓR KEMUR FYRIR SJÓNIR sem fremur þungbúinn
stjórnmálamaður og stundum með svo hægan talanda að það
jaðrar við fúllyndi. I hugum fólks er
hann hins vegar gegnheill og
traustur og kemur aldrei í bakið á
neinum - en lætur heldur engan
vaða yfir sig. Þar eru þeir Davíð líkir.
Halldór mun ekki gera neinar rósir
sem forsætisráðherra. En hann
mun heldur ekki bylta neinu og fara
út af sporinu. Hann mun viðhalda frelsi í viðskiptum - eitthvað
sem við markaðshyggjumenn leggjum mesta áherslu á. Hafldór
var eini forystumaður Framsóknarflokksins sem var hlynntur
EES-samningnum á sínum tíma og fór gegn flokkslínunni í því
máfl. Þar fær hann prik. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag
börðust gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og
gerðu þá baráttu að sínu helsta kosningamáli vorið 1991. Það
varð til þess að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, sneri sér að Sjálfstæðisflokknum með þetta mál og
samdi við Davíð á aðeins tveimur dögum um myndun Viðeyjar-
stjórnarinnar.
EES-SAMNINGURINN var stóra mál þessarar týrstu stjórnar
Davíðs, Viðeyjarstjórnarinnar, sem tók við völdum 30. apríl 1991
og örugglega einn af hápunktunum í langri afrekaskrá ríkis-
stjórna Davíðs. Þessi leikur Jóns Baldvins kom Davíð að sem
forsætisráðherra. Ýmsir vinstri menn litu á Jón Baldvin sem
svikara íýrir vikið þar sem vinstri stjórn Steingríms
Hermannssonar, stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags, hafði haldið vefli í kosningunum. En hún var
klofin í afstöðunni til EES og það dugði Jóni Baldvini. Heimilis-
böl Alþýðuflokksins í Viðeyjarstjórninni, þ.e. frægur klofningur
Jóhönnu Sigurðardóttur vegna óánægju með stjórnarsam-
starfið, varð til þess að Alþýðuflokkurinn missti týlgi í kosning-
unum 1995 og Davíð Oddsson sneri sér þvt að Framsóknar-
flokknum. Hann treysti sér ekki í frekari langferð með Alþýðu-
flokknum með aðeins eins þingmanns meirihluta. Það voru
ekki næg „varadekk" eins og hann orðaði það þá, enda mjög
vaxandi óánægja meðal krata með samstarfið. En þar með
komst Halldór Ásgrímsson, sem þá var orðinn formaður Fram-
sóknarflokksins, inn í hringiðu stjórnmálanna aftur. Þeir Davíð
og Steingrímur hefðu aldrei getað unnið saman, en þeir Davíð
og Halldór urðu mátar. Núna er Halldór nýr forsætisráðherra og
enginn efast um að hann gegnir þeirri stöðu út kjörtímabilið og
leiðir sinn flokk í kosningum eftir þriú ár.
SKILÍANLEGA FINNST MÖRGUM sjálfstæðismönnum það
súrt að Halldór Ásgrímsson taki núna við sem forsætisráðherra
- og hefðu viljað hafa Davíð áfram, eða að minnsta kosti sjá Geir
Haarde, varaformann Sjálfstæðisflokksins, setjast í
stólinn. Framsóknarflokkurinn fékk ekki nema
17,7% íýlgi í síðustu kosningum og í Reykjavík
norður, þar sem Hafldór leiddi listann, fékk flokkur-
inn ekki nema 11,6% fylgi, en það dugði Hafldóri og
Árna Magnússyni til að komast á þing. Súrir sjálf-
stæðismenn segja það ansi hart að nánast íýlgislaus
maður sé orðinn forsætisráðherra. Þótt það hafi
verið löngu ákveðið að Hafldór tæki við núna í september þá
gerist það engu að síður í skugga veikinda Davíðs Oddssonar.
Eðlilega spyrja margir sig að því hvað taki við innan Sjálfstæðis-
flokksins og hvort Davíð eigi ekki eftir að draga sig í hlé á tíma-
bilinu og hleypa Geir Haarde varaformanni flokksins að til að
leiða næstu kosningar eftir þrjú ár. Þeir Davíð og Geir er býsna
ólfldr. Davíð kann þá kúnst betur en nokkur annar að tala beint
til fólksins; vafningalaust og á mjög skiljanlegu máli. Sá eigin-
leiki hefur gert hann jafnvinsælan og raun ber vitni. Báðir eru
með einstaka kímnigáfu. Geir er samt mun fræðilegri en Davíð,
stundum svolítið daufgerður, og ekki laust við að hann hljómi
stundum eins og embættismaður. Sem stendur er hann
óumdeflanlegur arftaki Davíðs innan flokksins og aðrir ekki í
sjónmáli - hvort sem honum tekst að draga vagninn eða ekki.
DAVÍÐ ODDSSON lætur af embætti forsætisráðherra eftir
4.888 daga samfellt í því starfi. Það er met sem seint verður
slegið. Ríkisstjórnir hans hafa staðist efnahagsprófin með láði;
lífskjör þjóðarinnar og efnahagsleg velferð hennar eru með því
besta sem þekkist í heiminum. Halldór tekur við góðu búi.
Jón G. Hauksson
Súrír sjálfstæðismenn
segja það ansi hart
að nánast fylgislaus
maður sé oröinn
forsætisráðherra.
6