Frjáls verslun - 01.07.2004, Qupperneq 22
FnRfiOJGREIN: FORSÆTISRÁÐHERRASKIPTIN
Fjárlagahallanum útrýmt
(Tekjuafgangur ríkissjóðs í milljörðum)
MIKIÐ AFREK. Þetta var stóra markmiðið hjá Viðeyjar-
stjórninni vorið 1991. Halli á ijárlögum var nánast „náttúru-
lögmál“ í áratugi á Islandi (með nokkrum undantekn-
ingum) og stuðlaði að mikilli þenslu. Víða er fjárlagahalli
risavandamál erlendis. í hagfræði eru fjárlög eitt af stóru
stýritækjunum og kenningin er sú að reka eigi ríkissjóð
með halla í kreppu en með afgangi í góðæri. Davíð setti
kúrsinn á að reka ríkissjóð með afgangi og greiða niður
skuldir hins opinbera svo létt yrði á vaxtabyrðinni. Þetta
tókst ekki fyrr en árið 1997 og hefúr ríkissjóður verið rekinn
með afgangi flest árin síðan. Ríkisútgjöld hafa lækkað hlut-
fallslega á tímabilinu á meðan skatttekjur ríkissjóðs hafa
heldur aukist, ekki síst vegna aukinnar veltu og velmegunar
í þjóðfélaginu. Auk þess hafa óreglulegar tekjur, eins og sala
ríkisfyrirtækja, gert afganginn enn glæsilegri. Peningarnir
hafa verið notaðir til að grynnka á lánum og greiða í „hítina
miklu“; upp í risavaxna lífeyrisskuldbindingu B-deildar
ríkissjóðs sem nemur 180 milljörðum.
EINSTAKUR ÁRANGUR. Með því besta sem þekkist í
heiminum. Aðrar þjóðir öfunda okkur af árangri okkar;
skorum nánast hæst á alla mælikvarða vinnumarkaðsrann-
sókna. Sá sem gengur um atvinnulaus á tímum „fullrar
atvinnu“ kvartar eflaust yfir orðalaginu að það sé „full
atvinna“. Flestir tala um „fulla atvinnu" þótt 2 til 3% atvinnu-
leysi sé til staðar og er stór hluti af því náttúrulegt atvinnu-
leysi. Það tekur alltaf ákveðinn tíma að leita sér að vinnu.
Erlendis teldist atvinnustigið á Islandi vera draumastaða.
Atvinnuleysi var mest í niðursveiflunni frá 1991 til 1995 þegar
það fór í tvö ár yfir 5%.
EES-SAMIMIIMGURIIMN
EINN AF HÁPUNKTUNUM í afrekaskrá ríkisstjórna
Davíðs. EES-samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði, sem
náðist í Lúxemborg haustið 1991 og staðfestur var á Alþingi
vorið 1993, var sennilega mesta afrek Viðeyjarstjórnarinnar
og stór rós í hnappagat Davíðs, Jóns Baldvins og Þorsteins
Pálssonar. Samningurinn opnaði íslenskt samfélag nánast á
öllum sviðum viðskipta og tryggði þjóðinni aukinn aðgang að
mörkuðum. íslenskt samfélag hefur ekki verið hið sama eftir
þennan samning.
FRJÁLST FJÁRMAGIMSFLÆÐI
UNDIRSTAÐA ÚTRÁSAR BANKANNA. Hreyfanleiki
tjármagnsins var vanmetinn þáttur til að byrja með en síðan
hefur árangurinn ekki látið á sér standa. EES-samningurinn
tryggði ekki aðeins frjálst flæði á vörum og þjónustu innan
Evrópska efnahagssvæðisins heldur einnig frjálst flæði á
fjármagni og vinnuafli. Atvinnuréttindi Islendinga í Evrópu
eru núna miklu rýmri en þau voru áður. Hið frjálsa fjár-
magnsflæði skv. samningnum hefur reynst okkur Islend-
ingum vel. Það er forsenda fýrir útrás íslenskra fýrirtækja á
undanförnum árum þar sem bankarnir hafa verið mest
áberandi.
LÖGGJÖF GEGIM HRIIMGAMYIMDUIM
VARLA ÞÖRF. EES-SAMNINGURINN Á AÐ DUGA.
EES-samningurinn snýst um meira en vöru, þjónustu, fé og
atvinnuréttindi fólks. Með honum dreifum við dómsvaldinu.
Fyrirtæki og einstaklingar, sem telja brotið á sér hér heima,
geta leitað réttar síns hjá Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-
dómstólnum. I samningnum kveður á um samkeppnislög
og að einokun og hringamyndun megi ekki eiga sér stað
innan svæðisins. Samkeppnisstofnun var sett á laggirnar til
að uppfýlla sarnninginn og einnig samþykkti Alþingi sérstök
22