Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 28
NÆRMYND AF HALLDÓRI ÁSGRÍMSSYNI Skemmtilegur vinnuþjarkur Halldór Ásgrímsson tekur við sem forsætisráðherra eftír að hafa setið á þingi í um þrjátíu ár og verið meira og minna í ríkisstjórn í tuttugu ár. Hann er samt ekki nema 57 ára að aldri. Hér verður skyggnst á bak við hina opinberu grímu Halldórs. Hvernig maður er hann? Texti: Haukur L Hauksson Myndin Geir Ólafsson Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tekur við starfi forsætisráðherra 15. september. Halldór hefur verið utanríkisráðherra frá því sam- starf núverandi ríkisstjórnarflokka hófst árið 1995 en hefur nú stólaskipti við Davíð Oddsson sem verið hefur forsætisráðherra óslitið frá 1991. Stjórnmálamanninn Halldór Ásgrímsson þekkja flestallir íslendingar enda hefur hann verið fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna í meira en tvo áratugi. En hinn þekkja færri, þann Halldór sem leynist á bak við þungbúinn svip og hægan talanda sem margir túlka sem fúllyndi og að endurspegli lítt áhugaverða persónu. Hér verður ekki farið í saumana á stjórnmálaferli Halldórs - skin og skúrir hins pólitíska lifs - heldur reynt að skyggnast aðeins á bak við hina opinberu grímu, kalla fram nærmynd af manninum sem sest í stól forsætisráðherra. Halldór er fæddur á Vopnafirði 8. september 1947 og er því í merki meyjarinnar. Ef marka má þá vitringa sem spá í stjörnu- merkin er hann hagsýnn, duglegur og lætur verkin tala, beitir orku sinni í hag- nýta hluti og vinnu. Hann býr auk þess yfir miklum skipulagshæfileika, á auð- velt með aðlögun, er rökfastur og með hvassa tungu. Þá þolir hann illa hirðu- leysi og slóðaskap. Viðmælendur Fijálsrar verslunar taka vel- flestir undir þessa lýsingu enda er Halldóri gjarnan lýst sem metnaðarfullum vinnuþjarki sem setur sér háleit markmið og gerir allt til að ná þeim. Það er þó ekki þar með sagt að hann valti yfir fólk á þeirri leið sinni heldur hefur honum tekist að beisla ómældan metnað og keppnisskap með eftirgjöf og útsjónarsemi. Hann gefur eftir en tryggir að þeirri lausn sé náð sem hann sættir sig við. í SVeít OQ á SjÓ Halldór ólst upp meðal fimm systkina. Hann sleit barnsskónum á Vopnafirði en fluttist með Jjölskyldunni á Höfn þegar hann var sex ára. Halldór kynntist strax á unga aldri störfum við landbúnað en hann var mjög hændur að afa sínum og ömmu á Vopnafirði. Hann var þijú sumur í sveit í Suðursveit eftir að Jjölskyldan flutti til HornaJjarðar, nánar tiltekið að Gerði. Suðursveit er Þórbergi Þórðarsyni hugleikin í bókum sínum enda dvaldist hann oft þar eystra og þar bjó bróðir Þórbergs, Steinþór á Hala. Halldór undi sér vel í Suðursveit og hefur alla tíð dáðst að fegurð sveitarinnar. „Það er leitun að jafn- skemmtilegum manni á góðri stund. Þegar Halldór er í friði fyrir daglegu argaþrasi og í návist vina og kunningja blasir við allt annar maður en alþjóð hefur kynnst" Halldór Ásgrímsson er fjallgöngu- garpur með mikinn vilja- styrk. Hann er núna kominn á toppinn í íslenskri póli- tík. Það er frá- leitt síðasti tindurinn sem hann klífur þó ekki verði þeir allir í pólitík- inni. .....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.