Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 83
JÚN GARBAR OGMUNDSSON Samkeppnin á skyndibitamarkaðnum er mikil. Nýr lífs- stíll íslendinga og bættur efnahagur verður til þess að mun fleiri sækja veitingastaði nú en áður. Kappsmál allra veitingastaða er að missa ekki hlutdeild sína í sölu á mat yfir til stórmarkaðanna sem eru til dæmis með tilboð og útsölur á svína- og kjúklingakjöti. SUkt verðfall á hráefni til matargerðar rýrir hlutdeild veitingastaða í neyslu," segir Jón Garðar Ögmundsson sem á sl. ári keypti rekstur McDonald’s á Islandi, eins þekktasta og verðmætasta vörumerkis heims. Undir merkjum þess eru starfræktir þrír veitingastaðir hér á landi og þeim gæti ijölgað á næstu mánuðum. Aginn kom 3 óvart Jón Garðar hugðist hasla sér völl á nýjum vettvangi á síðasta ári eftir áralangt starf hjá Gaumi hf., en þá fregnaði hann að rekstur McDonald’s á Islandi væri til sölu. Hann og þáverandi eigandi, Kjartan Örn Kjartansson, voru fljótir að ná saman og sömuleiðis samþykktu höfuð- stöðvar McDonald’s í Chicago í Bandaríkjunum eigenda- skiptin greiðlega. Pizza Hut var til skamms tíma í eigu Gaums hf. og á meðan Jón Garðar starfaði þar var veitingastöðum keðjunnar fjölgað úr einum í fimm. Jafnframt hafði hann yfir- umsjón með rekstri Hard Rock sem Baugur á nú. Hann er því enginn nýgræðingur í veitingarekstri. „Veitingarekstur er í eðli sínu alltaf svipaður frá einum stað til annars,“ segir Jón Garðar. „Það kom mér þó þægilega á óvart hve mikill starfsagi ríkir hér hjá McDonald’s, meiri en ég hef kynnst annars staðar. Með því að búa vel að starfsfólk- inu, hvort heldur er í launum eða aðbúnaði, verður starfs- mannaveltan ekki mikil. Þeir sem starfa hjá okkur kunna sitt fag, hafa góða þekkingu í að fara eftir öllum þeim stöðlum og gæðareglum sem keðjan starfar eftir á heimsvísu. Það er tímafrekt og dýrt að þjálfa nýtt starfsfólk." Framlegðin Of lítil Þó að rekstur McDonald’s á íslandi sé traustur frá degi til dags, eru verkefni stjórnandans margvísleg og í raun endalaus. Hjá iyrirtækinu hefur á síðustu mánuðum verið unnið markvisst að því að skerpa og skýra línur í markaðs- og starfs- mannamálum og bæta þjónustustig. „Velta McDonald’s árið 2004 verður um 500 millj- ónir króna. Vænta má hagnaðar og aukinna við- skipta frá fýrra ári. Hins vegar er framlegðin enn of lítiL Verð á veitingunum er of lágt og þá gildir einu hvort við erum að tala um pizzur, kjúklinga eða hamborgara," segir Jón Garðar. „Við viljum helst um 10% verðhækkun en neytendur eru ekki tilbúnir fýrir slíka hækkun. Þetta gerir rekstrarumhverfið erfitt. Sömuleiðis hefur verið talsvert launaskrið í landinu og því höfum við þurft að mæta til að halda góðu fólki. Síðan eru fleiri atriði sem gera svona veit- ingarekstur flókinn svo sem að ríkið tekur alltof mikið til sín í sköttum, vörugjöldum og öðru.“ Hollusta er krafa dagsins Framboð skyndibitastaðanna hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kröfur neytenda eru aðrar á þessu sumri en til dæmis fýrir fimm árum. Alls konar áhrif eru merkjanleg frá nýjum viðhorfum til heilsu og hollustu sem voru óþekkt fyrir nokkrum árum. I júlí kynnti McDonald’s á íslandi nýjung á matseðli. Það er Salat plús sem eru sjö grænmetistegundir, ferskt salat, með kjúklingi og osti, sem hægt er að fá í fjórum útfærslum. Þetta segir Jón Garðar að sé gert til að mæta óskum við- skiptavina um fituminni rétti, meira af fersku góðu græn- meti og lítið kolvetnisinnihald. „Fyrir um tveimur árum voru hamborgarar og meðlæti með þeim 95% af veitingasölunni hjá McDonald’s á íslandi. Nú er þetta hlutfall orðið á að giska 90%. En ég býst við að hlutfall hamborgara í heildarneyslunni hækki aftur í náinni framtíð, þá á kostnað pizzu og kjúklinga. í dag eru fleiri aðilar komnir inn á þennan markað, til dæmis Burger King, sem er með veitingastað í Smáralind. Þetta verður einfald- lega til þess að auka vinsældir hamborgarans og auka eftir- spurn,“ segir Jón Garðar, sem bætir við að veitingahús á Reykjavíkursvæðinu séu að sínu mati margfalt fleiri en svig- rúm er fýrir. Sætafjöldinn hafi á fáum árum þrefaldast, „sem þýðir það eitt að verið er að þynna út markaðskökuna," eins og hann kemst að orði. McDonald’s starfrækir í dag þrjá veitingastaði; við Suður- landsbraut, í Kringlunni og við Smáratorg í Kópavogi. Sá fýrstnefndi er flaggskipið og elstur, opnaður 1993. Jón Garðar segir að í dag séu aðstæður þannig að ekki sé þörf fýrir fleiri staði á stærsta þéttbýlissvæðinu en verið sé að skoða aðra möguleika. Þar sé horft á Keflavíkurflugvöll og Borgarnes. Strax í haust ættu niðurstöður athugana að liggja fyrir og reynist þetta vænlegt verði gengið í málið. Rafvirki og skipstjóri Æskudraumar Keflvíkingsins Jóns Garðars Ögmundssonar voru þeir að verða skipstjóri og raf- virki í aukastarfi. „Mig langaði að vera á síld- og loðnuveiðum en grípa svo í rafmagnið inn á milli. Eftir að ég lauk sveinsprófi í raf- virkjun fór ég í Tækniskóla íslands og lauk þaðan prófi í útgerðar- tækni. Eins skrítið og það er nú, hef ég æ síðan starfað við ýmiss konar sölu og markaðsmál, hjá A. Karlsyni var ég í tíu ár og uin fimm ára tímabil starfaði ég í Danmörku og stýrði þar útibúi Landssteina.“ Jón Garðar er fráskilinn tveggja barna faðir og býr á Seltjarnarnesi. „Börnin mín eru mitt aðaláhugamál, uppeldi þeirra og samskiptin við þau frá degi til dags. Eg er fjöl- skyldumaður og er f góðu tengslum við systkini mín, ætt- ingja og vini. Eg er kappsamur að upplagi og hef aldrei átt nein dæmigerð karlaáhugamál. Eg hef alltaf haft mestan áhuga á vinnunni. Enda er það svo að þegar maður stýrir umsvifamiklum rekstri dugir ekki annað en sinna honum óskiptur, þó maður verði að gæta þess að hlaða batteríin reglulega." [1] „Velta McDonald’s árið 2004 verður um 500 milljónir króna. Vænta má hagnaðar og aukinna viðskipta frá fyrra ári. Hins vegar er framlegðin enn of lítil." 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.