Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN: FDRSÆTISRÁÐHERRARKIPTIN LÆKKUN SKATTA EKKI TEKIST SEM SKYLDI. Tekist gagnvart fyrir- tækjum en ekki gagnvart einstaklingum. Kannski er það í sjónmáli. Stefnt er að því að lækka tekjuskattsprósentu ein- staklinga um 4 prósentustig á tímabilinu. Hins vegar er erfitt að skapa varanleg skilyrði fyrir skattalækkunum nema draga miklu meira úr útgjöldum rikissjóðs en gert hefur verið. Rikisstjórnir Davíðs hafa lækkað tekjuskattsprósentu fyrirtækja í nokkrum skrefum úr 45% í 18%. Þetta hefur verið gert til að styrkja fyrir- tækin. Hugsunin er sú að það séu fyrirtækin sem skapi atvinnu fyrir fólkið. Gangi þau vel sé verið að slá tvær flugur í einu höggi. Eigi fyrirtækin hins vegar í basli sé atvinnuöryggi og lífs- viðurværi fólks í hættu. Heildarskatt- tekjur ríkissjóðs voru 28,3% af landsframleiðslu árið 1991, þegar Davíð tók við, og verða um 29,2% á þessu ári. Þetta hlutfall hefur því hækkað um tæp 1% á tímabilinu. Annars hafa verið mjög sérkenni- legar umræður um „skilgreininguna“ á því hvað sé skatta- lækkun. Er það skattalækkun ef tekjuskattsprósenta fyrir- tækja er lækkuð úr 45% í 18%? ,Já“, segja allir. En hvað ef fyrirtækin styrkjast fyrir vikið, hagnast miklu meira í krónum og greiða þar af leiðandi mun hærri krónutölu í skatta en áður. Þá segja sumir „nei“ og telja enga skatta- lækkun fyrir hendi. Það var og! Þetta er deila um keisarans skegg. SKULDIR RÍKISSJÚÐS Árið 1992: Árið 2003: Skuldir ríkissjóSs: 166 milljarðar. 276 milljarðar Verg landsframl.: 413 milljarðar. 806 milljarðar Skuldir ríkissjóðs sem % af landsframleiðslu: jl . 0 34,3% VEL GERT. SKULDIRNAR HAFA LÆKKAÐ. Árið 1992 voru skuldir ríkissjóðs 40,2% af vergri landsframleiðslu en í lok síðasta árs voru þær komnar niður í 34,3% af landsfram- leiðslu. Ríkið hefur grynnkað á skuldum, sérstaklega dýr- um innlendum lánum, og náð að lækka vaxtagreiðslur - sem aftur gefur færi á að lækka skatta síðar. Sveitarfélögunum hefur því miður ekki tekist að lækka skuldir sínar líkt og ríkissjóður. LÍFEYRISSKULDBINDING RÍKISSJÓÐS ÓLEYST VANDAMÁL EN SPYRNT VIÐ FÓTUM. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eru hrikalegt dæmi. Þó er búið að spyrna við fótum með því að skipta lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna í A- og B-deildir. Allir ríkisstarfsmenn sem hafa verið ráðnir á undanförnum árum eru í A-deild sem stendur undir sér. Gamlir ríkisstarfsmenn eru langflestir í B-deild og Árið 1992: Árið 2003: Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs: 58 milljarðar 184 milljarðar Árin 1999-2004: Sérstakt framlag úr ríkissjóði í B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfs- — 57 MILLJARÐAR KR. það er þar sem vandinn er hrikalegur. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna B-deildar eru 184 milljarðar króna og hafa hækkað skarpt á undanförnum árum vegna launahækkana. Þrátt fyrir þetta hefur ríkissjóður greitt 57 milljarða inn í sjóðinn á síðustu árum vegna afgangs á ríkissjóði. En betur má ef duga skal. Þetta er erfitt framtíðarverkefni og illmögu- legt að sjá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar - og komast hjá skerðingu á lífeyrisréttindum. ERLENDAR SKULDIR HÉR ER VANDIÁ HÖNDUM. Þótt ríkisstjórnir Davíðs hafi einbeitt sér að því að lækka skuldir ríkissjóðs þá er allt annað uppi á teningnum hjá einstaklingum, sveitarfélögum, tjármála- stofnunum og öðrum fyrirtækjum. Erlendar skuldir alls þjóðar- búsins hafa blásið út og nema núna um 157% af þjóðarfram- leiðslu. Árið 1998 var þetta hlutfall aðeins um 70% og um 50% nokkrum árum áður. Miklar erlendar skuldir þjóðarinnar eru vandamál. Ekki þarf mikla búskelli til að illa fari. En ekki er hægt að kenna ríkisstjórnum og stjórnmálamönnum um þess- ar skuldir; það er hinn frjálsi markaður sem hefur tekið þær. SKULDIR HEIMILANNA MIKIÐ VANDAMÁL. Skuldir heimila sem hlutfall af ráð- stöfunartekjum voru aðeins 20% árið 1980, þetta hlutfall var komið í um 92% árið 1991, þegar Viðeyjarstjórn Davíðs tók við, en er núna 180%. Vissulega er stór hluti þessara skulda heimilanna vegna húsnæðis þannig að eignir koma á móti. En vaxtabyrðin er þyngri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í að greiða vexti af lánum - líka neyslulánum. En auð- vitað gerir fólk líka meira en á árum áður og veitir sér meira. Hvort sem því líður betur eða ekki. BYGGING ÁLUERA GÓÐUR ÁRANGUR. Þegar Viðeyjarstjórn Davíðs tók við árið 1991 snerist allt um „álver á Keilisnesi" og mikið mæddi á Alþýðuflokknum í þvi máli. Ekki tókst að landa þvi. Hjólin tóku að snúast í stóriðjumálum þegar Framsóknarflokkurinn kom í stjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 1995. Það byrjaði með Norðuráli í Hvalfirði. Núna er Alcoa að reisa álver á Reyðarfirði og Landsvirkjun Kárahnjúkavirkjun í tengslum við hana. Álverið í Straumsvík hefur sömuleiðis verið stækkað. Umsvif ríkissjóðs Hlutfall af landsframleiðslu Heildartekjur: 1991 32,3% 2004 33,6% Heildarútgjöld: 35,1% 33,0% Tekjuafgangur: -2,8% 0,6% Skatttekjur: 28,3% 29,2% Samneysla: 13,2% 14,4% 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.