Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 94
.Mm umSm Veisla í farangrinum Bjóðið vinum og vandamönnum í smáveislu þar sem vínið er í aðalhlutverki. Hafið fáa og einfalda réttí. Fyrst er vínið vafið og svo réttirnir út frá því. Texti: Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Veður eru oft mild og góð á haustin. Tilvalið er að bjóða vinum og vandamönnum í smáveislu þar sem ljúf vín eru í aðalhlutverki. Slík veisla þarf ekki að vera dýr og óþarfi að hafa dýra og efnismikla sælkerarétti á boðstólum. Tilvalið er að hafa fremur færri og einfaldari rétti á borðum. Fyrst er vínið valið og svo réttirnir út frá því. Lax 09 Silungur Eftir sumarið eiga eflaust margir lax og silung í frystikistunni. Góður, reyktur, villtur lax er sælgæti. Reyktur lax skorinn í þunnar sneiðar með eggjahræru og fullt af söxuð- um graslauk á einstaklega vel við með hvítvíninu góða frá Al- sace í Frakklandi. Hugel Riesling er ljómandi og einkennandi lýrir héraðið. Þetta er frískandi vín og ferskt með bragði af sítrónu, grænu epli og hunangi. Rene Min-e Pinot Gris Cote de Rouffach er frábært vín, hæfilega þurrt en með ljúfum krydduðum ávaxtakeim. Góður chardonnay frá Bandaríkj- unum passar einnig ljómandi með reyktum laxi, eggjahræru og góðu brauði. Clos du Bois Chardonnay frá Sonoma er flott vín. Gott eikarbragð, vottar tyrir reyk og vanillubragði, einnig smjöri. Þetta er athyglisvert vin sem ég mæli með. Kryddsoðinn silungur með bragðmikilli dillsósu er frábær réttur sem passar einstaklega vel með víni. Fyrst er gert kryddsoð. Kryddsoðið er vatn, kjúklingakraftur, dillgreinar, steinselja, græni hlutinn af blaðlauk (púrru), hvít piparkorn, chilipiparbelgur, grófsaxaður laukur, salt og skvetta af vínediki. Vatn, krydd og grænmeti er soðið um stund. Silungurinn er settur í pottinn með kryddsoðinu. Þegar suðan kemur upp er potturinn tekinn af hellunni og silungurinn látinn kólna í kryddsoðinu og geymdur í því yfir nótt. Sósan er einföld. Blandið saman til helminga sýrðum rjóma og majónesi. Blandið svo saman við þessa sósu söxuðu dilli effir smekk og ögn af sítrónusafa. Silungurinn er bein- og roðhreinsaður og borinn fram með sósunni og grófu brauði. Einnig er gott að hafa hrökk- brauð með þessum rétti, jafnvel hrásalat sem í eru soðnar kart- öflur. Með þessum silungsrétti er tilvalið að hafa freyðivín. Góð Cava, sem er spánskt freyðivín, er yfirleitt góð kaup. Freixenet Brut natur er frískandi, þurrt og sýruríkt freyðivín sem á vel við dillsósuna. Einnig er kjörið að hafa rauðvín með þessum bragðmikla silungsrétti. Catena Malbec er bragðmikið vin með keim af eik og bragði af kaffi, svörtum pipar og sveskjum. Graflax er vinsæll réttur sem alltaf stendur týrir sínu. Hér kemur hugmynd að góðu salati sem á vel við með graflaxi. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.