Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 23

Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 23
FQRSIÐUGREIN: FDRSÆTISRAÐHERRA5KIPTIN samkeppnislög sem ætlað var að vinna gegn einokun og hringamyndun á Islandi. Síðastliðin ár hefur hins vegar átt sér stað umræða um að Samkeppnisstofnun og samkeppnis- lögin dygðu ekki til að koma í veg fyrir auðhringa og sam- þjöppun valds eins og það birtist í formi sterkra viðskipta- blokka og að um þessar samsteypur þyrftu sérstök lög. Gera verður ráð fyrir að þau mál verði í brennidepli á kom- andi þingi þótt ýmsir dragi í land með það eftir nýútkomna skýrslu auðhringanefndar Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Skýrslan ber heitið „íslenskt við- skiptaumhverfi" og þar er ekki lagt til að sérstök lög verði sett gegn auðhringum. I þessu máli mun mæða á alþingis- mönnum sem eru nokkuð brenndir af eldheitri umræðunni um ijölmiðlafrumvarpið frá síðasta vori og sumri. SALA RÍKISBANKANNA MIKIÐ AFREK OG SÉRLEGA MIKILVÆGT. Þetta var eitt af helstu markmiðum Viðeyjarstjórnarinnarvorið 1991 en náðist aldrei. Hins vegar hafa ríkisstjórnir Davíðs verið dug- legar við að einkavæða opinber fyrirtæki og er hann orðinn býsna langur listinn þar um. Sala Símans mistókst herfilega. En sala ríkisbankanna tveggja sem og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, tókst með miklum ágætum. Þó hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku að við söluna skyldi „dreifð eignaraðild" ekki hafa verið höfð að leiðarljósi og hafa sumir nefnt söluna á ríkisbönkunum tveimur „einkavinavæðingu" og að of lágt verð hafi fengist fyrir þá. Eftir söluna hafa bankarnir gert hluti sem þeim leyfðist ekki áður og er sam- keppnin á ijármálamarkaðnum grimmileg og hefur leitt til umtalsverðrar raunvaxtalækkunar undanfarnar vikur. LÁGIR RAUNVEXTIR EKKI NÆGILEGA GÓÐUR ÁRANGUR. Vextir ráðast hins vegar á markaði. Því miður hafa háir raunvextir ein- kennt viðskiptalífið á Islandi í tíð ríkisstjórna Davíðs. A tíma- bilinu var sjálfstæði Seðlabankans styrkt og á hann núna að einbeita sér að verðbólgumarkmiðum. Vextir eru eitt hans helsta stýritæki. Sumir segja að útilokuð sé lækkun raun- vaxta á Islandi til jafns við þá vexti sem tíðkast í Evrópu nema íslensku krónunni verði kastað og tekin upp evra. Aðrir segja lækkun raunvaxta útilokaða í svo litlu hagkerfi á meðan það er svo þanið (full atvinna) og afleiðingin verði bara sú að verðbólgan rjúki upp og óstöðugleiki myndist. Þrátt fyrir háa raunvexti obbann af stjórnartíðinni hafa raun- vextir lækkað snarlega síðustu vikurnar eftir að bankarnir hófu að bjóða 4,2% íbúðalán til allt að 40 ára og uppgreiðslu á óhagstæðari lánum. Ekki verður annað séð en að mikil samkeppni bankanna hafi þrýst raunvöxtunum niður. Eðli- lega hefur Seðlabankinn af því áhyggjur. Einhver orðaði það svo að það hafi ekki verið fyrr en KB-banki varð „útlendur banki“ að samkeppnin varð fyrir alvöru á Ijármálamarkaði. Afleiðingin getur orðið sú að dagar Ibúðalánasjóðs verði taldir. Hann hefur ekki sama svigrúmið og bankarnir til að lækka vexti. Sama er að segja um lífeyrissjóðina. Engjateigi 5 «105 Re 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.