Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 32
FDRSÍÐUGREIN: FORSÆTISRÁÐHERRASKIPTIN Drengshaparmaður Annar viðmælandi FV sagði að Hall- dór væri þannig að ef hann segðist ætla að hringja á til- teknum tíma eða koma í heimsókn þá stæði hann við það. Því mætti treysta fullkomlega þrátt fyrir miklar annir og langa vinnudaga. Það þarf því ekki að koma á óvart að Halldóri Asgrímssyni er lýst sem traustum drengskaparmanni sem stendur við orð sín. „Hann er heiðarlegur og lofar ekki meiru en hann getur staðið við. Hann kemur aldrei í bakið á fólki. Þess vegna er hann yfirleitt varkár í yfirlýsingum og þegar fólk ber upp erindi sín við hann. Hann er einkar velviljaður og er vanur að ganga í málin og leysa þau. En fólk verður að gera sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að leysa mál,“ segir Stefán Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður Norðurlands vestra og góðvinur Halldórs. Það þarf þrautseigju og einurð til að lifa af í pólitík og Hall- dór hefur nóg af hvoru tveggja. Og ekki má gleyma því að standa við eigin ákvarðanir, þótt misvinsælar séu, eins og nýleg dæmi um breytingar á ráðherraliði Framsóknar sanna. Hann þykir fastur iýrir og gefur sig hvergi en um leið er minnt á að hann sé lunkinn að ná samkomulagi þó menn deili endalaust um hve miklu eigi að fórna í þeim tilgangi. „Halldór getur verið ýtinn og vill fá sínu framgengt en hann er einnig laginn við að koma sínum málum í gegn án átaka. Það þarf alveg sérstakt lag til þess,“ segir samferðamaður nýs forsætisráðherra. Skapríklir Þeir sem þekkja Halldór eru ófeimnir að játa að hann sé skapríkur maður og stundum sé stuttur í honum þráðurinn. „Hann getur verið afar snöggur upp á lagið og margir hrökkva í kút þegar sá gállinn er á honum. Hann lætur menn fá það óþvegið en hann er hins vegar ekki að erfa hlut- ina við menn. Menn vita alveg hvar þeir hafa Halldór," segir gamall samherji. Annar bætir við: „Þeim sem gagnrýna Hall- dór er ráðlegast að geta stutt þá gagnrýni haldbærum rökum. Þá dokar hann við og kemst oftar en ekki að þeirri niðurstöðu að þeir hafi sitthvað til síns máls. En ef rökin standast ekki skoðun er eins gott fýrir menn að flýta sér burt því Halldór þolir illa hálfkák og illa undirbúinn málflutning. Hann er kröfuharður við samstarfsmenn sína og getur verið andskoti leiðinlegur við fólk sem honum líkar ekki en á móti kemur að hann hlífir sjálfúm sér hvergi." Við þetta er að bæta að Halldór þykir yfirleitt ágætur hlust- andi, sanngjarn og í honum rík réttlætiskennd. Halldór talaði fyrir frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, kvótalögunum. Þá var mörg orrahríðin í þinginu og þá segja kunningjar að þrátt fyrir skapríki hans sjálfs hafi oft reynt á þann hæfileika Halldórs að róa æsta og reiða menn. Vinnuforkur Vinnusemi og drifkraftur eru eiginleikar sem gjarnan eru dregnir fram í samræðum um Halldór. Hann tekur daginn snemma og týrsti viðkomustaður er oft líkams- ræktin en þar er hann fastagestur. Halldóri er annt um heils- una og duglegur að halda sér t formi. Hann er mikill göngu- garpur og það dylst engum samferðamanna hans að þar er metnaðarfullur maður á ferð. „Halldór er í essinu sínu þegar . HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Fæddur 8. september 1947 Eiginkona: Sigurjóna Sigurðardóttir Börn: Helga (1969), Guðrírn Lind (1975) og íris Huld (1979) Nám: Próf frá Samvinnuskólanum á Bifföst 1965 Endurskoðandi hjá Gunnari R, Magnússyni 1965-1971 Löggiltur endurskoðandi 1970 Eramhaldsnám í endurskoðun og reikmngshaldi í Noregi og Danmörku 1971-1973 Ferill: Lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands 1973-1975 Alþingismaður fyrir Austurland 1974-1978 og 1979-2003 Alþingismaður fyrir Reykjavík norður frá 2003 Varaformaður Framsóknarflokksins 1980-1994 Formaður Framsóknarflokksins frá 1994 Sjávarútvegsráðherra í þremur ríkisstjórnum 1983-1991 Dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-1989 Samstarfsráðherra Norðurlanda 1995-1999 Utamlkisráðherra 1995-2004 Forsætisráðherra 2004- 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.