Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 38
STJORNUN
síðar breyttist í Ax. í lok ársins 2001 kom hún
heim og varð framkvæmdastjóri Ax hér á landi.
Árið 1994 útskrifaðist Sigríður með próf í
rekstrarfræði frá Endurmenntun Háskóla Islands.
Sigríður stundar nú MBA-nám í alþjóðaviðskiptum
við Háskólann í Reykjavík.
Eiginmaður Sigríðar er Siguijón Gunnarsson,
forstöðumaður viðskiptalausna hjá Hugi hf., og eiga þau tvær
dætur.
Sigríður segir að framtíð íslenska hugbúnaðargeirans sé
björt og að tækifærin séu mikil. „Hugbúnaðargeirinn er
farinn að sýna arðsemi sem þýðir að aftur ætti að vera mögu-
legt að fá fjármagn inn í þennan geira. Hugbúnaðarlausnir
eru komnar til að vera og munu þróast áfram og verða
stærri þáttur í starfsemi íýrirtækja. Hins vegar þurfum við
að sjá meiri nýsköpun almennt. Við þurfum að setja fé í
sprotafyrirtæki, finna sérhæfingu, þannig að við getum farið
í meiri útflutning. Ef við vinnum vel að þessu eigum við að
geta skapað okkur sess erlendis. Ef við horfum á fyrirtæki
eins og Ax, sem er í viðskiptahugbúnaði, þá held ég að fýrir-
tækin verði færri, stærri og sérhæfðari
heldur en þau hafa verið. Lausnirnar eru
öflugri og flóknari sem hefur í för með sér
að viðskiptavinirnir vilja skipta við trausta
og hæfa samstarfsaðila sem geta tryggt
þeim þjónustu og þekkingu.“
Sigríður telur að það þurfi að leita tæki-
færa erlendis þar sem vaxtarmöguleikar á Islandi séu tak-
markaðir. „Ég hef tekið þátt í samkeppni á þessum markaði
erlendis og geri mér fulla grein fýrir því að samkeppnin þar
er ekki minni en hér á Iandi. Hins vegar erum við hér á
íslandi með vel menntað fólk og mikla reynslu og þekkingu
í þessum geira og höfum að mínu viti margt fram að færa.
Vaxtarmöguleikar almennt í viðskiptatengdum hugbún-
aðarlausnum liggja meðal annars í rafrænum viðskiptum,
tölvuvæðingu vinnuferla og samhæfðs árangursmats. Fyrir-
tæki eru að sjá aukinn ávinning og arðsemi með notkun upp-
lýsingatækninnar.
Ný tækni mun halda áfram að koma fram á sjónarsviðið og
skapa ný tækifæri í greininni." S3
„Sérsvið Ax er við-
skiptahugbúnaður og
stjórnendaupplýsingar
fyrir allar gerðir fyrir-
tækja, stór og smá.“
SlGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
FRAMKVÆMDASTJÓRI INNN HF.:
Tenging kerfa
Sigrún Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Innn hf.: „Hjá Innn
hf. er lögð áhersla á þróun og sölu vefumsýslukerfisins LiSA,
ráðgjöf, grafíska hönnun og forritun."
FV-mynd: Geir Ólafsson
Hjá Innn hf. er lögð áhersla á þróun og sölu vefumsýslu-
kerfisins LiSA, ráðgjöf, grafíska hönnun, forritun og inn-
leiðingu á veflausnum fyrir iýrirtæki og stofnanir. Við
sérsmíðum einnig viðbótarkerfi tengd LiSA. Við höfum t.d.
sérsmíðað bókunarkerfi fýrir Sumarferðir og höfum hug á að
fara með kerfið á erlendan markað. Við höfum einnig gert
vefverslunarkerfi í samstarfi við Oroblu USA en þeir selja
sokkabuxur á Bandaríkjamarkaði. Við höfum líka hugsað
okkur að fara með þá lausn á erlendan markað þar sem við
getum boðið upp á lægra verð en þar þekkist. Bókunarkerfi
og vefverslanir geta verið mjög dýrar erlendis og þá er ég að
tala um margfalt þær upphæðir sem tíðkast hér á landi þannig
að ég held að við séum vel samkeppnishæf hvað varðar kerfið
og vinnuna."
Starfsmenn Innn hf. eru tíu og hefur orðið mikill
viðsnúningur síðan Sigrún tók við fýrirtækinu. Hagnaður er
af rekstrinum og stefnir veltan í 100 milljónir.
Sigrún Guðjónsdóttir er arkitekt og lærði í Þýskalandi. I
lokaverkefninu hannaði hún og forritaði þrívíðan háskóla-
heim. í framhaldi af því fékk hún vinnu við tölvunarfræðideild
Universitat Karlsruhe við að þróa verkefnið áfram. Þá lá leiðin
til Sviss þar sem hún stundaði eins árs „postgraduate-nám“
við Eidgenössische Technische Hochschule. „Þá var ég búin
að ákveða að einbeita mér að upplýsingaarkitektúr og við-
mótsfræðum. Þegar heim kom fór ég að vinna sem viðmóts-
38