Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 88
STJQRNUN Ert þú páfugl í landi mörgæsa? Vinnustaðir geta grætt heilmikið á því að hafa ólíka starfsmannahópa og fjölbreytta menningu sem styður kjarkmikið starfsfólk með mikla sköpunargleði. Eftir Herdísi Pálsdóttur Myndir: Geir Ólafsson V Vinnustaðir sem vilja skara íram úr munu seint eða aldrei ná því ef þeir eru að gera það sama og þeir hafa alltaf gert - því eins og einhver sagði: „Ef þú gerir \ alltaf það sem þú hefur alltaf gert færðu í besta falli það sem þú hefur alltaf fengið!“ Vinnustaðir geta grætt heil- mikið á því að hafa ijölbreyttan starfsmannahóp og menningu sem styður kjarkmikið starfsfólk með mikla sköpunargleði. Það leiðir af sér fjölbreyttar og ólíkar hugmyndir sem nýtast við að ná þeirri sérstöðu sem allir sækjast eftir. Fjölbreytileg menning og fjölmenning Fjölmenning er hugtak sem mikið hefur verið í umræðu á allra síðustu misserum. Margir hugsa þá sem svo að fjölmenning snúist aðallega um fólk af erlendu bergi brotið sem hefur flust til Islands. Fjölmenning er miklu meira. Við megum ekki gleyma sérkennum hvers einstaklings, sama hvaðan hann kemur. Þegar rætt er um fjölmenningu þarf að taka með í reikninginn kyn, kynþátt, kynhneigð, aldur, trú, stjórnmálaskoðanir og ótalmargt fleira því allt þetta eru dæmi um birtingarform flölmenningar. Einnig þarf að skoða einstaklinga út frá mismunandi hæfni, hugmyndum og reynslu við- komandi. Það er sama hversu einsleitur hópur virðist við fyrstu sýn, einstaklingar innan hans hafa ekki allir komið úr sama mótinu og verða alltaf á einhvern hátt ólíkir. Samskipti á vinnustað eru eitt birtingarform menn- ingar á vinnustöðum. Hvað á starfsmaður að gera sem veltir fyrir sér hvort hann falli inn í hópinn eða ef hann finnur sig alltaf hálf utanveltu á vinnustaðnum? Hefur hann einhverja aðra kosti en að skipta um vinnu? Hvað á stjórnandi að gera sem er með starfsfólk sem hann skynjar að passi ekki inn í hópinn og skilji ekki þær stjórnunaraðferðir sem hann beitir? Aður en gripið er til þess úrræðis að segja fólki upp eða það sjálft skiptir um 'Í vinnu er mikilvægt að átta sig á að 1 heildin græðir mest á ólíkum einstakl- |£ ingum. Ef við nýtum okkur þetta sem ý;: kost í stað þess að líta á þetta sem i; hindrun erum við í góðum málum. Starfsfólk þarf auðvitað að finna leiðir til að vinna hvert með öðru þótt það sé ólíkt. Stundum geta stjórnendur og starfsfólk, sem er mjög ólíkt í hugsun, þurft hjálp við að vinna saman. Stjórnendur þurfa líka að átta sig á að ein stjórnunaraðferð hentar ekki endilega öllum, eða er ekki líkleg til að ná fram því besta í hveijum og einum á vinnustaðnum. En víkjum þá að fyrirsögninni: Ert þú páfugl í landi mör- gæsa? Hvernig er hægt að fá mörgæs og páfugl til að vinna sam- an á árangursríkan hátt? Fjölbreytt menning og ólíkir hæfileikar á meðal starfsmanna er nokkuð sem stjórnendur fyrirtækja þyrftu að hafa meira í huga. I raun þurfa stjórnendur þjálfun í að stjórna ólíkum hópi einstaklinga. Fyrirtæki ættu jafnvel að íhuga þann möguleika að þjálfa allt íslenskt samfélag er orðið flöl- menningarlegt, með búsetu margra útlendinga af ýmsu þjóðerni hér á landi. En fjölmenning er miklu meira; bornir og barnfæddir Islend- ingar geta verið gjörólíkir og með ólíkan grunn. Engir tveir eru eins. Mergurinn málsins er sá að ólíkt fólk á vinnustöðum er jarðvegur tækifæra fyrir stjórnendur, en það getur auðvitað líka haft sína galla. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.