Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 33
FORSÍÐUGREIN: FORSÆTISRÁÐHERRASKIPTIN hann tekur fram úr öðrum á göngu og aldrei betri en þegar hann leiðir hópinn,“ segir göngumaður og félagi Halldórs. Halldór er ákaflyndur í líkamsrækt og göngu eins og í vinnunni og hefur ekki augun af markmiðum sínum. Hann gekk á Öræfajökul á dögunum og náði hæsta tindi landsins, Hvannadalshnjúki, ásamt fleirum. í aðdraganda þeirrar ferðar hafði hann gengið á Esjuna hvenær sem færi gafst, stundum tvisvar í viku. Hann gaf ekkert eftir 1 Esjuferðunum og var nánast farinn að hlaupa upp hlíðarnar á tíma sem ungar og léttar fjallageitur hefðu verið stoltar af. „Halldór er í geysigóðu formi og það er ekki að sjá að hann hafi gengist undir erfiða aðgerð fyrir tveimur árum,“ segir einn göngufélagi. Heill heilsu Halldór veiktist haustið 2002, greindist með æxli í blöðruhálskirdi. Um einangrað mein var að ræða sem fjar- lægt var með skurðaðgerð í október. Halldóri var sagt að fara strax á fætur eftir aðgerðina og hann tók endurhæfinguna föstum tökum eins og önnur viðfangsefni. Rúmum mánuði síðar, í nóvember 2002, sagðist hann tilbúinn til vinnu og gerði að umtalsefni að hann hefði ekki tekið svo langt hlé frá hringiðu stjórnmálanna frá því hann fór í pólitíkina á þrítugsaldri. Halldór ræddi hispurslaust um sjúkdóminn, meðferðina og endurhæfinguna og uppskar þakklæti frá fjölda fólks. Hann hefur náð sér að fullu og tekur nærri sér þegar kjaftasögur komast á kreik um að hann sé ekki heill heilsu. Vinir Þegar þessi orð voru skrifuð var Halldór í fjallgöngum suður í Evrópu með fornvini sínum, Sævari Þór Sigurgeirssyni endurskoð- anda. Finnur fngólfsson, fyrrum aðstoðarmaður Halldórs í sjávarútvegsráðuneytinu, samráð- herra, Seðlabankastjóri og nú forstjóri VÍS, hefur oft gengið með Halldóri. „Halldór er ljúfur félagi og góður vinur og gaman að ganga með honum. Hann er einbeittur og í mjög góðu formi. Þá er hann þrautseigur og gefst ekki upp, hvorki í göngu né pólitík," segir Finnur. Hér hefúr verið minnst á Stefán, Ingibjörgu, Finn og Sævar Þór en í vinahópi Halldórs má einnig finna Jón Sveinsson hæstaréttarlögmann og Magnús Gústafsson, forstjóra Coldwater Seafood í Bandaríkjunum og fyrrverandi for- stjóra Hampiðjunnar. Gengur naerri Sér Orðið vinnusemi gengur eins og rauður þráður í gegn um samtöl við sam- ferðamenn Halldórs Asgrímssonar. Sú dyggð á sér hins vegar tvær hliðar og þar komum við að helsta áhyggjuefni þeirra sem standa Halldóri nærri. Þeim finnst hann of sjaldan unna sér hvíldar. „Hann keyrir sig stundum út þannig að engin orka er eftir. Hann mætti stundum fara sparlegar með kraftana. Halldór er ekki eilíft unglamb þó duglegur sé og í góðu formi,“ segir góðvinur. Vitnað var til stjörnuspár hér á undan og ekki úr vegi að vitna til hennar í þessu samhengi: „Meyjan ætti að sinna betur ímyndunaraflinu og láta stundum eftir skyndilegum hug- dettum í stað þess að láta skynsemina alltaf ráða ferðinni og einblína stöðugt á vinnu. Þannig gæti hún náð betra andlegu jafnvægi.“ Þegar Halldór Ásgrímsson verður húsráðandi í stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg rætist langþráður draumur manns sem verið hefur í forystusveit íslenskra stjórnmála frá því hann varð fyrst sjávarútvegsráðherra fyrir rúmum 20 árum. Þá þegar varð ljóst að Halldór stefndi á hæsta tind íslenskra stjórnmála. Það hefur hann oft ítrekað og sagt að það væri eðlilegur metnaður af hálfu Framsóknarflokksins að stýra ríkisstjórn. Og nú hefur hann náð toppnum. En þegar litið er til þrautseigju Halldórs Ásgrímssonar og viljastyrks er þetta fráleitt síðasti tindurinn sem hann klífur þó ekki verði þeir allir í pólitíkinni. ffil — III / oryggi Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.