Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 95
VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS B. Rífið niður soðnar rauðrófur, blandið saman til helminga sýrðum rjóma og majónesi. Blandið saman við sósuna rifnu rauðrófunum, ögn af rifinni piparrót, söxuðu dilli, pipar og ögn af sykri og salti. Með graflaxi og þessu rauðrófusalati er haft gott brauð, gjarnan rúgbrauð eða hrökkbrauð, og glas af rauð- víni. Gott rauðvín úr Rhone passar með þessum rétti eins og hönd í hanska. Guigel Cotes du Rhone er tilvalið vín með graflaxi, þetta er þétt vín og bragðmikið, bragð af kryddi, dökku súkkulaði og blábeijasultu. Grænmeli Nú er mikið af góðu fersku grænmeti á markaðnum. Islenskar paprikur eru safaríkar og bragðmiklar. Þær verða einstaklega bragðgóðar séu þær bakaðar við lágan hita í ofni. Frábær réttur frá Italíu nefnist því hljómfagra nafni Peperoni al forno con pomodoro a acciughe. Gular, rauðar og grænar paprikur eru skornar eftir endi- löngu. Fræ og kjarnar eru hreinsaðir úr þeim. Setjið sherrytómata í paprikuhelmingana, hvítlaukssneiðar eftir smekk, nokkur kapersber og tvö flök af ansjósum. Olífuolíu er svo hellt yfir paprikurnar og þær kryddaðar með Maldon sjávarsalti og pipar úr kvörn. Paprikurnar eru síðan bakaðar í 110°C heitum ofni í u.þ.b. klukkustund. Þetta er einkar bragðmikill réttur, hollur og léttur. Með paprikunum má hafa hvort sem er rauðvín eða hvítvin. Gott hvítvín er Banfi Le Rime Chardonnay Pinot Grigio. Þetta er hálfþurrt vín, ferskt, með góðu ávaxtabragði, melónu, greip og vínberi. Flott vin, sem smellpassar með þessum paprikurétti, er spænska vínið Guelbenzu Evo frá Navarra. Þar sem gott hvítt brauð passar vel með réttinum nýtur þetta kröftuga vín sín vel. Guelbenzu Evo er dimmrautt á lit, kröftugt en þó þægilega milt, vottar fyrir bragði af tóbaki, þurrkuðum ávöxtum og jafnvel kryddi eins og negul og kanil. Ostar Vín og ostar er vinsæl samsetning. Að mínu mati passa rauðvín og vínber sjaldan með ostum; alla vega ekki vínber. Kröftugt rauðvín er þó ágætt með ekki of sterkum ostum. Myglu- og grámygluostar, perur, jarðarber og sellerí eiga einstaklega vel saman. Gott er að drekka hálfsætt hvítvín með þessum kræsingum. Fátt er betra með myglu- ostum en Gewurtztraminer. Hugel Gewurtztraminer er klassavín, góð bragðfylling með krydduðu hunangsbragði. Frá Bergerac í Frakklandi kemur magnað vín, Sanxet Millenium Menbazillac. Þetta er þétt vín, sætt og matar- mikið. Persónulega kann ég vel við að drekka sætt eða hálfsætt freyðivín með ávöxtum og gráðostum. Martíni Astí er sætt freyðivín, ávaxtabragð með góðum krydduðum múskatkeim. Fyrir þá sem þrátt fyrir allt vilja drekka rauðvín með osti má ráðleggja að pakka gráðosti í smjördeig og baka í ofni. Ágætt er að pensla smjördeigið með hrærðu eggi áður en böggullinn er settur í ofninn. Með innbökuðum gráðosti er heppilegt að hafa góða bláberjasultu, jarðarbeijasultu og jafnvel hunang. Einstaklega ljúft Merlot-vín frá Chile, Canepa Private Reserve Merlot, hæfir vel með þessum rétti. Þetta er dimmrautt vín og ilmríkt með bragði af sól og bláberjum en einnig súkkulaði. Einnig gott vín eitt sér. Pasta Úr pasta má útbúa einfalda, góða en ódýra rétti. Pasta með villisveppum er réttur sem engan svíkur. Sveppirnir eru steiktir með ögn af beikoni, hvítlauk og smjöri á pönnu. Sveppirnir eru svo hafðir með því pasta sem til er eða sem hentar. Annað sem þarf er rifinn parmesanostur og pipai' úr kvörn. Ef villisveppir eru ekki til má nota þurrkaða villisveppi. Þeir eru til í sælkerabúðum, t.d. í Heilsuhúsinu. Þurrkuðu sveppirnir eru bleyttir upp í volgu vatni og steiktir í blöndu af ólífuolíu og smjöri. Með villisveppapasta er best að hafa eitthvert ljúft rauðvín ffá Italiu. Banfi Chianti Classico er góður fulltrúi Chianti. Þægilegt vín með skörpu ávaxtabragði. Reyktur silungur er frábær með pasta. Silungurinn er skorinn í örþunnar sneiðar og í ræmur svipaðar að þykkt og eldspýtur. Silungsræmunum er svo blandað saman við vel heitt pasta ásamt smjöri, ögn af söxuðu dilli og hvítlauk. Rétturinn er bragðbættur með pipar úr kvörn. Með þessum dúndurrétti er best að hafa rauðvín og þá frá Ítalíu auðvitað. Allora Primitivo frá Puglia er rétta vínið. Veisla í farangrinum Eins og fram hefúr komið má útbúa dýrindis veislu með fábrotnum mat og góðu víni. Það eina sem þarf er frjótt ímyndunarafl, góðir vinir og fallegur staður, hvort sem það er á sólpallinum, í sumarbústaðnum, heima í garði eða á svölunum. Auðveldasta leiðin til að kynnast töfraheimi vín- anna er einmitt með góðum mat. 33 Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Hvítvín: Hugel Riesling, kr. 1.440 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach, kr. 1.590 Clos du Bois Chardonnay, kr. 1.490 Banfi Le Rime Chardonnay Pinot Grigio, kr. 1.190 Hugel Gewurtstraminer, kr. 1.590 Sanxet Millenium Monbaxillac, kr. 1.440 Rauðvín: Catena Malbec, kr. 1.590 Guigal Cotes du Rhone, kr. 1.440 Guelbenzu Evo, kr. 1.890 Banfi Chianti Classico, kr. 1.489 Allora Primitivo, kr. 1.390 Freyðivín: Freixenet Brut Nature, kr. 1.090 Martini Asti, kr. 790 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.