Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 39
STJORNUN hönnuður hjá Landmat. Ég varð fljótt deildarstjóri hönnunarsviðs og svo framleiðslustjóri. Þá fékk ég starf hjá Innn hf. sem yfirmaður nýs sviðs sem kallaðist Innn Ráðgjöf og byggði á hugmynd minni frá námskeiðinu Frumkvöðla-Auður. Ég varð þó fljótlega aðalverkefnastjóri fyrirtækisins. Eftir að fyrirtækið var selt var ég síðan ráðin framkvæmda- stjóri fyrirtækisins." Sigrún stundar meistaranám í tölvunar- fræði við Háskóla íslands. Aðspurð um ffamtíð íslenska hugbúnaðargeirans nefnir Sigrún aukna þjónustu við núverandi viðskiptavini og útrás. „Við hjá Innn hf. höfum sjálf hafið útrás en við erum að vinna að verkefni fyrir Julian Graves á Bretlandsmarkaði. Julian Graves er heilsuvörukeðja með 220 verslanir í Bretlandi og erum við að útbúa vefverslun fyrir þá til að þeir geti selt heilsuvörur sínar á Netinu. Þetta er fyrsta stóra verkefnið á erlendum vettvangi. Ég tel að íslensk hugbúnaðarfyrir- tæki eigi mikla möguleika á erlendum vettvangi og sérstaklega ef hægt er að samnýta markaðsstarf nokkurra fyrir- tækja. Nú ráða mörg erlend fyrirtæki starfs- menn í Asíu til að vinna fyrir sig og ég held að það gæti orðið þróun hér á landi; sérstaklega hvað varðar stærri kerfin. Það verður einfaldlega of dýrt að þróa þau hér. Hugvitið mun samt sem áður koma frá íslendingum. Ég tel að það verði meiri tenging á milli kerfa í framtíðinni. Nú er hver í sínu horni að þróa kerfi og fyrirtæki þurfa kannski að nota um tíu mismunandi kerfi. Annaðhvort verða sérfyrirtæki í þvi að tengja allt saman eða að fyrirtækin fara að þróa fleiri hluti í sama kerfinu. Við sjáum miklu möguleika í að tengja okkar kerfi við önnur kerfi og bjóða viðskipta- vinum okkar þannig upp á meiri þjónustu.“ 33 Innn hefur m.a. gert vefverslunarkerfi í sam- starfi við Oroblu USA en þeir selja sokkabuxur á Bandaríkjamarkaði. Svana Helen Björnsdóttir, FRAMKVÆMDASTJÓRI STIKA EHF.: l/ottað af bresku staðlastofnuninni Stiki ehf. starfar að hugbúnaðargerð og ráðgjöf í upplýs- ingatækni. Áhersla er lögð á öryggi við vinnslu upplýs- inga á mörgum sviðum, m.a. í heilbrigðis- og fjármála- þjónustu. Starfsmenn Stika beita öryggis- og gæðastöðlum við vinnu sína, t.d. ISO 17799 og ISO 9001. Sem stendur er Stiki fyrst og fremst að þjóna íslensku atvinnulífi. Vaxtar- möguleikarnir liggja þó fremur erlendis." Svana segir að hjá Stika sé oft unnið með viðkvæm gögn sem lúta lögum um persónuvernd og því hafi verið nauðsyn- legt að fá öryggis- og gæðavottun. Leitað var til bresku staðla- stofnunarinnar um slíka vottun. Vottunin var fyrst veitt árið 2002 og er hún endurtekin árlega, bæði er vottað skv. ISO 9001 og skv. BS 7799. „Við fáum viðurkenningarskjal sem tryggir viðskiptavin- um okkar að við vinnum í samræmi við staðlana. Þannig hjálpar þetta okkur til að halda loforð okkar við viðskiptavin- ina. Þetta er þýðingarmikið til að viðhalda trúnaði og trausti sem er lykilatriði þegar unnið er með persónuupplýsingar og önnur viðkvæm gögn.“ Svana er með próf í rafmagnsverkfræði frá Technische Universitat Darmstadt í Þýskalandi. Efdr að heim kom hóf hún störf hjá Streng og vann þar í fimm ár eða þar til hún stofnaði Stika árið 1992. Starfsmenn voru þrír í byijun en eru nú tíu. Veltan er um 50 milljónir króna á ári. Svana er gift Sæmundi E. Þorsteinssyni, verkfræðingi og for- stöðumanni rannsóknardeildar Símans, og eiga þau þijá syni. „Sumir spyija hvort íslenskur hugbúnaður eigi yfirleitt nokkra framtíð fyrir sér. Ég held reyndar að svo sé. A Islandi verður þó seint stunduð massaþróun hugbúnaðar eins og hjá Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf.: „Stiki ehf. starfar að hugbúnaðargerð og ráðgjöf í upplýsinga- tækni." FV-mynd: Geir Ólafsson 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.