Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 37
Eiginmaður Örnu er Jón Ægisson,
framkvæmdastjóri Tindafells. „í árs-
byrjun 2001 hóf ég MBA-nám við
Háskólann í Reykjavík. Stuttu eftir
útskrift bauðst mér framkvæmdastjóra-
staðan hjá Calidris." Starlsmannaijöldi
fyrirtækisins hefúr tvöfaldast á einu ári og
eru starfsmenn um þijátíu. Það hefur
m.a. skapast af því að gerður var samn-
ingur við Emirates-flugfélagið í Dubai í
ársbyrjun. Velta fyrirtækisins í ár verður
um 260 milljónir króna.
Þess má geta að Calidris er latneska
heitið á sandlóu og tengist nafnið áherslum
fyrirtækisins sem er flugbransinn.
Aðspurð um framtíð íslenska hugbún-
aðargeirans segist Arna ekki hafa verið
bjartsýn undanfarin misseri. „Mér finnst áherslurnar ekki
liggja í þekkingariðnaði miðað við áherslur í atvinnumálum
undanfarin ár. í því sambandi held ég að það þurfi sérstaklega
að nefna aðgang að tjármagni. Fyrirtæki sem byggja á þekk-
ingariðnaði hafa átt afskaplega erfitt með að verða sér úti um
Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Calidris: „Við höfum þróað hugbúnaðar-
lausn fyrir áætlunarflugfélög og erum þar af leiðandi á alþjóðamarkaði."
FV-mynd: Geir Ólafsson
ijármagn og það stendur greininni alvarlega fyrir þrifum. Ef
engin breyting verður þar á held ég að framtíðin sé ekki björt.
Hins vegar er á íslandi öflugt fólk og það hefur sýnt sig að við
getum gert góða hluti. Ef þessir grunnþættir lagast þá held ég
að við getum náð verulega góðum árangri.“S!l
SlGRÍÐUR OLGEIRSDÓTTIR,
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ax HUGBÚNAÐARHÚSS:
Þarf meiri nýsköpun
Sérsvið Ax er viðskiptahugbúnaður og stjórnendaupplýs-
ingar fyrir allar gerðir fyrirtækja, stór og smá. Yfir 3.000
fyrirtæki á íslandi eru með viðskiptalausnir frá Ax. Hér
er um að ræða allt frá smærri bókhaldskerfum til mjög
flókinna lausna sem halda utan um og styðja við alla vinnu-
ferla mjög stórra fyrirtækja. Við höfum einnig sérhæft okkur
í lausnum fyrir orkugeirann og má þar nefna innheimtukerfi,
mæligagnakerfi og CRM-kerfi ásamt margvíslegum sér-
lausnum. Búið er að setja lög um markaðsvæðingu í orkugeir-
anum og höfum við verið að innleiða nýjar lausnir á því sviði
vegna breytinga sem þar verða.
Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki þar sem við
erum í langtímasamstarfi
nieð viðskiptavinum okkar.
Við innleiðum hjá þeim
viðskiptalausnir og stjórn-
endaupplýsingar eins og
ég nefndi áðan. Við
aðstoðum fyrirtæki við að
ná árangri í að nýta tjár-
festingu sína. Við
hjálpum fyrirtækjum við
að finna leiðir til að auka
fyrra
arðsemi sína - hvar þau geta nýtt hugbúnaðinn betur eða
komið með nýjar lausnir til að geta náð betri árangri í starf-
semi sinni.“
Sextíu manns starfa hjá Ax og
var veltan 540 milljónir króna.
Sigríður nam kerfisfræði í
Danmörku. Hún vann hjá Skrif-
stofuvélum eftir útskrift, síðan lá
leiðin til Kerfis og nokkrum árum
síðar hóf hún störf hjá Tæknivali.
Hún flutti aftur til Danmerkur árið
1999 og stofnaði þar Tæknival sem
Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Ax hugbúnaðarhúss. Yfir 3.000 fyrirtæki
á Íslandi eru með viðskiptalausnir frá Ax.
FV-mynd: Geir Ólafsson