Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 30
FORSÍÐUGREIN: FORSÆTISRÁÐHERRASKIPTIN Hafldór mótaðist í barnæsku og á ung- lingsárum í einangrun sem einkenndi dreifbýli í þá daga og hefur alltaf haldið nánum tengslum við landsbyggðina, er stoltur af uppruna sínum og æskustöðv- um. Hið nána samband manns og náttúru endurspeglast skýrt í þeirri ánægju sem Halldór hefur af ferðalögum. „Halldór lifnar allur við þegar komið er út fyrir borgar- mörkin. Hann þekkir landið mjög vel og hefur mikla ánægju af að skýra samferðamönnum sínum frá staðháttum, mönnum og málefnum þar sem hann er á ferð. Hann er líka mun viðkvæmari fýrir náttúrunni en flestir gera sér grein fýrir og þrátt fýrir að Framsókn hafi verið fylgjandi stóriðju og tengdum framkvæmdum,“ segir gamall samferðamaður Hall- dórs í pólitíkinni. Halldór ákvað að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum. Þó hann hafi verið þing- maður Austurlands fram að því var hann vel kunnugur borg- inni. Þau hjón stofnuðu heimili efst í Árbænum 1967 en búa nú í Breiðholti. Halldór er mikill ijölskyldumaður og ræktar- samur við vini og vandamenn þó tími til slíkra samskipta sé yfirleitt af skornum skammti í annríki stjórnmálanna. Gamall félagi í pólitíkinni segir skipta sköpum að Halldór sé mikill gæfumaður í einkalífi. Það sé einfaldlega grundvallaratriði fýrir þá sem gera stjórnmál að ævistarfi. í pólitík Eftir fermingu fór Halldór á sjó þannig að hann hafði kynnst grunnatvinnugreinum þjóðarinnar mjög vel þegar hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1965. Og hann hafði reyndar ekki alveg sagt sitt síðasta orð á sjó. En það kom ekki til af góðu því Halldór féll af þingi eftir kosn- ingarnar 1978 og réði sig í kjölfarið sem háseta á bát. Hann var sár og reiður vegna þessa mótlætis en jafnaði sig fljótt. Hann komst á þing aftur 1979 og hefur átt þar sæti síðan. Eftir að hafa kynnst fallvaltleika hinnar pólitísku tilveru hefur hann aldrei litið á sæti sitt á þingi sem öruggt. Hins vegar er stað- reyndin sú að þó Halldór sé ekki nema 57 ára gamall er hann sá alþingismaður sem setið hefur lengst á þingi. Hann hefur lifað tímana tvenna, upplifað gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi og heiminum öllum sem segja má að hafi verið starfsvettvangur hans sem utanríkisráðherra í níu ár. Halldór hafði mikinn áhuga á endurskoðun og reiknings- skilum og ætlaði sér upphaflega að gera kennslu og störf í þeim fræðum að ævistarfi. Pólitíkin hafði hins vegar skotið rótum í huga hans og hann tók þá ákvörðun að fara í stjórnmál. Hann átti ekki langt að sækja áhugann á stjórnmálum en afi hans og alnafni var þingmaður Framsóknarflokksins í Norður- Múlasýslu og síðar á Austurlandi í 21 ár eða frá 1946 til 1967. Hrókur alls fagnaðar í samtölum við samferðamenn Hall- dórs og fleiri verður smám saman ljóst að Halldór sem þjóðin þekkir er gerólíkur þeim Halldóri sem blasir við vinum og samstarfsmönnum. Það sem kemur kannski flestum á óvart er hve margir lýsa honum sem hlýjum, viðkvæmum, ein- lægum og urnfram allt skemmtilegum manni. Húmorinn hafi hann frá móður sinni, Guðrúnu Ingólfsdóttur. „Það er leitun að jafn skemmtilegum manni á góðri stund. Þegar Halldór er í friði íýrir daglegu argaþrasi og í návist vina og kunningja blasir við allt annar maður en alþjóð hefur kynnst. Halldór hefur mikla kimnigáfu og er oft óstöðvandi þegar hann er á annað borð kominn í gírinn," segir gamall kunningi Halldórs. Ingibjörg Pálmadóttir, fýrrverandi heilbrigðisráðherra og náinn vinur Halldórs, tekur heilshugar undir þessi orð. „Það er ekki til skemmtilegri maður í góðra vina hópi og það er „Hann er heiðarlegur og lofar ekki meiru en hann getur staðið við. Hann kemur aldrei í bakið á fólki. Þess vegna er hann yfirleitt varkár í yfirlýsingum og þegar fólk ber upp erindi sín við hann.“ nnubílar @ VÉIAVERf Lágmúli 7 Reykjavík Sími 588 2600 www.velaver.is 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.