Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 77
barátta þúrunnar ingarnar Islendingar munum þurfa að borga fyrir slysin á erlendum ökumönnum," segir Þórunn. Hún bendir á að eitt stórt slys í lok ársins, sem gæti numið 100 milljónum króna, geti gert tryggingarnar óhagstæðar á næsta ári. Bílaleigurnar horfa fram á mjög miklar iðgjaldahækkanir vegna tjóna og slysa upp á síðkastið vegna stöðugrar Jjölgunar ferðamanna. Þetta er eins og „rússnesk rúlletta", telur hún. Um 4.500 bílaleigubílar voru á þjóðvegum landsins í sumar. Með sömu aukningu og undanfarin ár má gera ráð fyrir að bílaleigubílar verði 8-10 þúsund eftir sjö til tíu ár. Þær iðgjaldahækkanir, sem bílaleigur sjá fram á, munu gera rekstur- inn „óbærilegan" og draga enn frekar úr samkeppnishæfni innlendra bílaleiga. Þórunn hefur barist fyrir breytingu á rekstrarumhverfinu, aflað upplýsinga innanlands jafnt sem utan, sent bréf og rætt við ráðherra, forystu tryggingafélaga og neytenda en án árangurs. Hún segir að yfirvöld hafi vísað málinu til Sambands íslenskra trygginga- félaga og þar hefði það stoppað. Tryggingafélögin hefðu lagst gegn þessari málaleitan af óskiljanlegum ástæðum að mati Þórunnar því að tryggingaskyldan íþyngi þeim hugsanlega. Skoða nyjar leiðir Þórunn segir að forráðamenn bílaleiganna séu samtaka um að rekstrarumhverfinu þurfi að breyta. Verði þessu ekki breytt þurfi Avis að skoða aðra möguleika fyrir starfsemi. En ekki er öll von úti enn. Hún segir að Björn Bjarnason hafi tekið mála- leitan sinni vel meðan málaflokkurinn heyrði undir dómsmálaráðu- neytið. En nú heyri hann undir viðskiptaráðuneytið og þar hafi málið strandað þrátt fyrir að upplýsinga hafi verið aflað um að slík tilhögun trygginga tíðkist hvergi annars staðar. Þórunn telur að aðeins þurfi að bæta einu litlu orði, „leiguaðili", inn í lagaákvæðið en ekki hafi verið hægt að koma til móts við bílaleigur í þessu. Þess má geta að ijármögnunarfyrirtæki fengu undanþáguákvæði árið 1997 án þess að nokkur umræða hefði átt sér stað í þjóðfélaginu. I spennitreyju Þórunn og vopnabræður hennar eru ekki tilbúin að leggja árar í bát. Barátta þeirra mun halda áfram eitthvað fram eftír vetri eða þar tíl bílaleigur neyðast til að taka afdrifaríkar ákvarðanir. „Þetta er eins og opinn tékkareikningur fyrir þessa erlendu ferða- menn. Þetta árið getum við verið heppin en það er ómögulegt að vita hvað gerist á næsta ári. Við erum að bíða eftir að ráðamenn vakni því að þetta gengur ekki lengur. Ef ekkert þokast verðum við að leita leiða tíl að leigja bílana öðruvisi. Svo er auðvitað spurning hvort trygginga- félögin vilji hafa svona viðskiptavini áfram þar sem geta dottið inn bótakröfur upp á 110-114 milljónir fyrir vítaverðan akstur ökumanns- ins,“ segir hún. - Hvar Slendur málið núna? „Við bíðum eftir að viðskiptaráðu- neytið svari því hvort það getur fundið eitthvert annað land í heim- inum þar sem svona lagaákvæði er í gildi. Þeir telja að það sé til en við höfum skoðað þetta og vitum að það land er ekki til.“ SH í vinnslu í ráðuneytinu Við höfúm fengið allar upplýsingar frá Þórunni og erum með málið í vinnslu. Við höfum ekki tekið pólitískar ákvarðanir en ég trúi því að það sé ekki langt í það að við höfum skoðað málið til hlítar og þá verður ákveðið hvað skal gera. Akvarðanir verða væntanlega teknar nægilega snemma til að breyt- ingar komist til framkvæmda fyrir næsta ár ef þær verða gerðar á annað borð. Eg veit að þetta var óbreytt í sumar enda var komið nærri sumarvertíð- inni þegar farið var að skoða málið,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. - Hver er þín persónulega skoðun? „Ég þarf að hafa allar upplýsingar áður en ég tjái mig um það en við höfum mikinn áhuga á að fara í gegnum málið, skoða hvernig það snýr að okkur, hvernig í þessu liggur í samanburði við önnur lönd. A grundvelli upplýsinga munum við síðan taka ákvörðun.“ 35 Að lögum og reglum „Hér á landi eru tvenns konar lögboðnar ökutækja- tryggingar í gildi, annars vegar ábyrgðartrygging og hins vegar slysatrygging ökumanns og eigenda. I lögum er ráð fyrir því gert að þessar tryggingar séu ætíð teknar og engin undantekning á því gerð. Félögin eiga engra annarra kosta völ en fara að lögum. Skaðabóta- og vátryggingareglur eru með ýmsum hætti í ríkjum sem við berum okkur saman við en sambærileg vátryggingavernd er í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Þetta er lögboðið, tekur til allra íslenskra og erlendra ríkisborgara. A þvi er ekki hægt að taka með öðrum hættí en að löggjafinn geri þar breytingu á og vátryggingaskylda verði felld niður gagnvart öllum. Þá er bara spurning hvort þing- heimur vill hverfa frá þessari stefnu og við höfum ekki sett fram sérstaka skoðun á þvi. Vátrygginga- starfsemin er alls ekki að sækjast eftir fjölgun á lögboðnum vátryggingum en við vitum hver ástæðan fyrir þessum lögum var á sínum tíma. Hún var og væntanlega er enn að búa svo um hnúta, að ökumenn eigi alltaf einhvern möguleika á bótum, þótt þeir eigi sjálfir alla sök á umferðarslysi. Félögin fara bara að lögum og reglum varðandi framkvæmdina á ökumannstryggingunni," segir Sigmar Armannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra trygg- ingafélaga. [H 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.