Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.07.2004, Blaðsíða 74
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR og glaðir saman. Það man enginn hvenær það yfir- bragð var á þeim síðast. A blaðamannafundum sem ég hef verið á með þeim tveimur hefur ekki þurft mikið hugmyndaflug til að sjá að samband þeirra tveggja er vægast sagt strekkt. Þeir horfa aldrei hvor á annan. Þeir sitja hlið við hlið en nánast snúa um leið bakinu hvor í annan. Tilraunir þeirra til að vera kumpánlegir virðast alltaf jafn ósannfærandi. Meðan tvíeykið er við völd skortir ekki blaða- og kjafta- söguefni - og fáir eru jafn duglegir að slúðra og stjórnmála- menn. Fjölmiðlar segja frá rokna rifrildum tvímenninganna og vangaveltur um sambandið eru stöðugt fjölmiðlaefni. BBC-fréttamaðurinn James Naughtie, Skoti eins og Brown, hefur skrifað bókina „The Rivals - The Intimate Story of a Political Marriage“, sem er algjör tryllir aflestrar. Fyrir nokkru sýndi BBC leikna mynd um keppinautana. En hvað með pólitíkina - hefur Gordon aðra stefnu en Tony? Aðeins nokkrum dögum eftir að Verkamannaflokkur- inn komst til valda var reglum um enska seðlabankann breytt í þá átt að gera hann sjálfstæðari. Brown var höfundur þess- arar breytingar, sem þótti sýna hvað hann stökk inn í ijár- málaráðuneytið með útpælda sýn og var klárlega gert, með góðum árangri, til að ganga í augun á Jjármálaheiminum. Brown var alltaf mjög hallur undir ESB og evruna, en haustið 1997 kom hann með yfirlýsingar, sem „gleymdist" að bera undir Blair. Brown skilgreindi evruaðild sem efnahags- mál og því hans mál, ekki Blairs, og í öðru lagi að aðildin kæmi aðeins til greina að uppfylltum flórum gullvægum regl- um. Með öðrum orðum þegar hann áliti að það hentaði. Þeir deila um evruna Afleiðingin var að í hvert skipti sem Blair viðraði evru-jákvæði sitt mátti bóka að þeim fylgdi evru- drepandi ummæli Browns eins og til að minna á hver réði málinu. Til lengdar hefur það sýnt sig að ræðan kippti rækilega fótum undan þeirri fyrirætlan Blairs að koma Bretlandi inn i innsta hring ESB. Fjálglegt tal hans um Bretland og ESB hefur reynst orðin tóm. Bretar eru enn jafnlangt frá meginlandinu og áður, eða jafnvel Jjær, því evruaðildinni hefur verið skutlað út í blámóðu framtíðarinnar. Mönnum ber ekki saman um hvað hafi vakað fyrir Brown hér. Trúði hann ekki á evruna, vildi hann ná þessu máli, eins og öðrum lykilmálum, til sín, ætlaði/ætlar hann sjáifur að leiða Breta inn í evruna? Hvað með hækkun skólagjalda? Tvö af helstu deiiumálunum undanfarið snerta heimild til háskólanna að hækka skólagjöld og heimild til sjúkrahúsa að taka upp einkavæddara rekstrar- form. Baklandi stjórnarliða þykir bæði málin fram- bankana. Hann hefur rekið eyðslu- og skattahækkunar- orðið af flokknum, en teflir nú á tæpasta fjárlagavaðið með miklum lántökum: Ef vöxtur- inn minnkar eru fá önnur úrræði en skattahækkanir. En hvað hefði hann gert varðandi Irakstríðið, sem hefur grafið svo stórlega undan vin- sældum stjórnarinnar og svipt Blair trúverðugleika? Brown hefur frá upphafi sótt mikið til Bandaríkjanna, bæði í kynnis- ferðir og ffí. Hann er því á margan hátt miklu tengdari Banda- ríkjunum en Blair. Blair hefur barist um á hæl og hnakka við að fá landsmenn til að skilja að það dygði ekkert annað en gagnrýnislaus samstaða með Bandaríkjamönnum til að hið „sérstaka" samband landanna héldist. Brown hefur varla sagt orð um stríðið nema hvað hann hefur stöku sinnum orðið að koma ijölmiðlum í skilning um að hann væri ekki mótfallinn stefnu Blairs. A sínum tíma forðaðist flokksbróðir þeirra, Harold Wilson forsætisráðherra, að styðja Bandaríkjamenn í Víetnam en hvort Brown hefði gengið jafnlangt er óvíst. Á forsætisráðherra Breta eftir að heita Gordon Brown? Fyrir nokkru talaði ég við þingmann Verkamannaflokksins og auðvitað barst tvíeykið í tal. Viðmælandinn fræddi mig á að vísast kæmist Brown að á endanum, en hann væri svo oft búinn að sýna ósmekklegan valdalosta, að sér þætti erfitt að styðja hann - og sama hugsuðu margir aðrir í kringum hann. Ef Blair hætti á næstu misserum og valdatíminn farinn að nálgast tíu ár, væri kannski orðið lítið eftir af stjórnarkrafti flokksins. Eins og er, bendir þó ekkert til að íhaldsflokknum gagnist víðáttumikil óánægja með stjórnina. Vandamál íhaldsflokksins er alltaf sagt vera rangur leiðtogi, en spurningin er hvort það sé ekki eitthvað rangt við flokkinn. Og Brown sýnir engin þreytumerki. Frá því hann varð að hætta að spila rugby á unglingsárunum vegna augnáverka sem hann hlaut í hita leiksins hefur ekkert annað en pólitíkin komist að fyrr en íjölskyldan kom tíl. í rýni á leiðtogahæfileika hans var gjarnan bent á að hann væri konu- og fiölskyldulaus. Árið 2000 kvæntist hann Söru Macaulay almannatengslaráðgjafa. Það skapaði Brown mikla fjölmiðlasamúð þegar svo sorglega vildi til að Brown- hjónin misstu dóttur skömmu eftir fæðingu. Nú eiga þau ungan son. Það var líka talið gegn honum að hann væri Skoti þó John Smith væri Skoti. Það talar hins vegar enginn um að Blair er fæddur og uppalinn í Edinborg, þvi hann talar ekki með hreim og er miklu laustengdari Skotlandi en Brown. Það á eftir að koma í ljós hvort Brown verður bara harmræn hetja, sem náði aldrei takmarkinu, eða hvort hann verður kolbít- urinn sem rís úr öskustónni - eða alla vega ijármálaráðherr- ann sem flutti í nr. 10... 33 hald á einkavæðingu Thatcher-sijórnarinnar og þau ollu nánast uppreisnarástandi í stjórnarþing- flokknum. Deilurnar þykja dæmi um sambandsleysi Blairs við flokkinn. Hefði Brown líka fitjað upp á þessum málum? Hann er alla vega mun tengdari flokknum. Almennt er honum félagslegt réttlæti hug- leikið en hann er enginn vinstrisinni í anda flokks- bræðra áttunda áratugarins sem vildu þjóðvæða Samband þeirra er strekkt. Þeir horfa aldrei hvor á annan. Þeir sitja hlið við hlið en snúa nánast um leið bakinu hvor í annan. Tilraunir þeirra til að vera kumpánlegir líta alltaf jafnósannfærandi út. Það á eftir að koma í Ijós hvort Brown verður bara harmræn hetja, sem náði aldrei takmark- inu, eða hvort hann verður kol- bíturinn sem rís úr öskustónni - eða alla vega ijármálaráðherr- ann sem flutti í nr. 10... 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.