Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 17
MORGUNN
11
og oft harla ófullkomnum skilaboðum og tiltölulega einföld-
um teikningum og myndum. Og nú er mér spurn: Er það
leyfileg, gætileg eða skynsamleg aðferð og vísindamönnum
samboðin, að draga þá ályktun af svona veikum og ófull-
komnum forsendum, að þær lýsingar, sem þroskaðir miðlar
gefa á framliðnu fólki, sem þeir aldrei hafa séð með líkam-
legum augum og þau mörgu atvik, sem þeir segja frá úr
jarðlífi þessara manna, og þeir aldrei hafa heyrt um með
iíkamlegum eyrum, séu aðeins það, sem þeir hafi jafnóðum
sótt með f jarhrifum víðsvegar að í hugi annarra manna ým-
ist nærstaddra eða jafnvel óralangt í burtu?
Og ef þessir vísu menn raunverulega trúa þessari skýringu
sinni, ef þeir eru á annað borð sannfærðir um, að miðlar geti
með tilstyrk fjarhrifa fiskað upp viðstöðulaust úr hugum
jafnt nærstaddra og fjarstaddra samfelldar upplýsingar um
nöfn, fæðingardag og ár, dvalarstaði, svo og viðburði úr ævi
löngu látinna manna, og lýst auk þess útliti þeirra rétt,
hvers vegna rannsaka þeir þá ekki svo stórfelld fyrirbæri
nánar en þeir hingað til hafa gjört?
Ef vísindamenn og sálfræðingar nútímans hyggjast skýra
hin dulrænu fyrirbæri yfirleitt með fjarhrifum, þá gera þeir
sig seka um það, sem gætnum vísindamönnum jafnan ber að
varast, en það er að draga víðtækari ályktanir af niðurstöð-
um sinna eigin rannsókna en leyfilegt er.
En setjum nú svo, að þessi skýring hinna svokölluðu vís-
inda sé hárrétt. Segjum, að það, sem raunverulega gerist hjá
miðlinum sé aðeins það, að honum takist að skapa ákveðna
og nafngreinda, látna persónu og hin raunverulegu æviatriði
hennar aðeins úr endurminningum, sem hann sækir í hug
ýmissa manna nærstaddra og fjarstaddra, með fjarhrifum
einum saman.
En hvar á þá að láta staðar numið? Hvar eru takmörkin?
Og myndi þá ekki mörgum fara að þykja nokkuð vandlifað
í veröldinni? Ef svona auðvelt er að sækja vitneskju um
dána menn í huga þeirra sem lifa, ætti þá ekki að vera jafn
vandalaust fyrir miðil að lesa hugsanir þeirra yfirleitt eins