Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Side 8

Morgunn - 01.06.1964, Side 8
2 MORGUNN skýrslum um þessi fyrirbæri og rannsaka þau. Hefur þeim rannsóknum síðan verið haldið áfram, ekki aðeins í Eng- landi, heldur og um allan hinn menntaða heim. Þegar árið 1883 gerði Mr. Malcolm Guthrie mjög athygl- isverðar tilraunir í þessa átt. Tilraunir hans voru í því fólgnar, að hann teiknaði einfalda mynd á blað, sem hann síðan lét í umslag og innsiglaði vandlega. Nú átti að reyna að ganga úr skugga um það, hvort fjarhrif væru til í raun og veru, með því að láta ákveðinn mann eða menn segja til um það, hvað á miðanum stæði, og helzt að teikna mynd- ina. Allrar varúðar var ítarlega gætt til þess að koma í veg fyrir, að þessi maður gæti fengið minnstu hugmynd um það, hvað á blaðinu í hinu innsiglaða umslagi stæði. Alls gerði Mr. Guthrie 150 tilraunir með mismunandi myndir og lagði þessar þrautir fyrir fleiri en einn úr hópi þeirra, sem reynzt höfðu næmir fyrir fjarhrifum. Árangur tilraunanna varð harla merkilegur, enda þótt ýmsar þeirra bæru tiltölulega lítinn árangur. Leyfi ég mér að birta hér mynd af árangri átta þessara tilrauna. 1 hverjum reit er fremst sú mynd, er Mr. Guthrie varðveitti í hinu innsiglaða umslagi, en við hlið hennar sú eftirmynd, er sá teiknaði á sitt blað, sem prófaður var hverju sinni. Líkingin er í öllum tilfellum svo auðsæ, að ekki er nema um það tvennt að velja, að viðurkenna, að hér hafi verið um fjarhrif að ræða — eða afgreiða málið með þeirri fullrðingu, að myndirnar séu annað hvort falsaðar eða Mr. Guthrie hafi ekki gætt nægilega öruggrar varúðar. Hið sama verður þá einnig að bera þeim á brýn, sem síðar hafa endurtekið slíkar tilraunir með svipuðum árangri. Þær tilraunir, sem taldar eru með öllu skera úr um það, að fjarhrif eigi sér raunverulega stað, eru þær, sem dr. J. B. Rhine prófessor við Duke háskólann hefur framkvæmt um mjög langt árabil með aðstoð hinna færustu vísinda- manna. Þessar tilraunir hófust fyrir alvöru á árunum 1933 —1934 og beindust þá einkum að einum manni, Hubert E. Pearce að nafni, sem þá stundaði nám við Duke háskólann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.