Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 25

Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 25
MORGUNN 19 tilraunafundir láta í té. Þar sem ekki er verið að leita frétta, og þær koma alveg óvænt, er ekki hægt að koma við getsök- um um það, að undirbúnum brögðum eða fölsunum hafi verið beitt. — Ég ætla að segja ykkur frá einni þess konar vitrun í sambandi við lát ömmu minnar. Á prestskaparárum föður míns voru í Vallanesi tvær gaml- ar konur, Helga móðir föður míns og Þorgerður móðir stjúpu minnar. Þær bjuggu um þriggja áratuga skeið í sama herbergi og þótti ákaflega vænt hvorri um aðra. — Þegar amma mín var komin nokkuð yfir áttrætt, tók hún sér ferð á hendur, að haustlagi, til Reykjavíkur, til að búa í nokkra mánuði hjá hinum syni sínum, Bjarna frá Vogi. Framan af var hún við ágæta heilsu, en svo fékk hún kvef, sem var að ganga, og upp úr því lungnabólgu. Lungnabólg- an fór mjög hægt af stað, og Bjarni sendi ekki skeyti austur, vegna þess, að hann vildi ekki að nauðsynjalausu vekja þar áhyggjur og kvíða. — Á þriðja degi versnaði lungnabólgan skyndilega, og amma mín lézt aðfaranótt næsta dags, kl. 2. Nú víkur sögunni að Vallanesi. Herbergi ammanna, sem svo voru oft nefndar — en þar bjó Þorgerður nú ein, var inn af svefnherbergi hjónanna, og hafði stjúpa mín haft þá venju, að líta, undir eins og hún var komin á fætur á morgn- ana, inn til ammanna, til að ganga úr skugga um, að ekkert væri að þeim, og rækti hún þessa venju. auðvitað ekki síður eftir að móðir hennar bjó þarna ein. Að morgni þess sólar- hrings, sem amma andaðist, kom stjúpa mín að venju inn til móður sinnar og sat hún þá uppi í rúminu, grátandi, og reri fram í gráðið. Stjúpa mín spurði, hvort henni væri illt. „Nei“, svaraði gamla konan, ,,en hún Helga er dáin“. — ,,Af hverju heldurðu það?“ spurði stjúpa mín. — ,,Ég vaknaði klukkan 2 í nótt‘„ sagði gamla konan, ,,og þá stóð hún hér við rúmið mitt og horfði á mig. Ég hef ekki sofnað síðan“. Og svo hélt hún áfram að gráta. Stjúpa mín sagði föður mínum þegar í stað frá þessari sýn gömlu konunnar, og síðan fleirum á heimilinu. — Það kom því engum þar á óvart, þegar skeytið barst að sunnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.