Morgunn - 01.06.1964, Page 21
Séra Pétur Magnússon:
Framhaldslífið
(Erindi flutt á fundi Sálarrannsóknafélags íslands 27. jan. 1964).
☆
Það eru, svo sem ykkur er kunnugt, til þrjú megin viðhorf
snertandi spurninguna um framhaldslíf mannssálarinnar. —
Eitt þeirra er viðhorf efnishyggjunnar, sem álítur að manns-
sálin lifi ekki líkamsdauðann, þar sem hún sé ekki sjálf-
stæður veruleiki eða lífsafl, heldur aðeins sérstök grein af
starfsemi efnisins og þess vegna algerlega bundin við það. —
Annað er viðhorf þeirra manna, sem telja að vísu, að til-
vera sálarinnar sé ekki bundin við efnislíkamann, en hallast
hins vegar að því, að maðurinn muni við líkamsdauðann
glata algerlega minningum sínum frá jarðlífinu og einstakl-
ingstilveru, og sameinast aftur alheimssálinni, sem hann
hafi áður verið einn þátturinn af. — Þriðja viðhorfið er sú
trú, að mannssálin lifi líkamsdauðann — haldi áfram ein-
staklingstilveru sinni, og haldi minningum sínum frá jarð-
lífinu — að minnsta kosti um alllangt skeið, eftir að hún
hætti að búa á jörðinni. — Viðleitni þess félagsskapar, bæði
hér á landi og erlendis, sem kennir sig almennt við sálar-
rannsóknir, er aðallega fólgin í því, að færa að ýmsum leið-
um fram sannanir fyrir því, að þetta síðast nefnda viðhorf
og lífsskoðun sé hin rétta, og hefur þessi félagsskapur, að
þessu leyti, verið um langt árabil mikill styrkur fyrir starf-
semi kirkjunnar á vegum eilífðarmálanna.
Starfsemi sálarrannsóknarmanna um öflun sannana fyrir
framhaldslífinu, hefur annars vegar verið fólgin í því, að
safna greinargóðum frásögum ábyggilegs fólks um reynslu
þess á dulrænum sviðum, bæði merkilegum draumum um
látna ástvini, sem hafa haft einhvern boðskap að flytja, eða