Morgunn - 01.06.1964, Side 67
MORGUNN
61
Magnús hélt áfram með Oddi inn að Hátúni. Þar lá tík
á hvolpum. Leizt Magnúsi sérlega vel á einn þeirra, tík, með
tíu svörtum deplum um skrokkinn, en annars hvít. Falaði
hann hvolpinn og nefndi Fíu, og tók við hana miklu ástfóstri.
Sumarið eftir fór Magnús frá Þórarinsstöðum og hóf bú-
skap með foreldrum sínum og systkinum á jörðinni Minni
Dölum í Mjóafirði, en þá jörð hafði hann keypt nokkru áð-
ur. Var þó ráðið, að hann yrði þar aðeins um sumarið, en
kæmi um haustið til vetrarvistar að Þórarinsstöðum.
Líður nú af sumarið og haustið og verður ekki til tíðinda.
Hinn 7. nóvember býst Magnús að heiman og ætlar yfir
Dalaskarð og að Þórarinsstöðum, svo sem hann hafði lofað.
Veður var kalt um morguninn og nokkur snjór á jörðu.
Svo stóð á, að Fía litla hafði þá eignazt hvolpa, og taldi
Magnús sér skylt að lóga þeim áður en hann færi, og var þó
ekki fús til verksins. Lét hann hvolpana í poka og stein með,
batt fyrir opið og gekk síðan niður að sjó, en þar eru hamrar
þverhnýptir og aðdjúpt og oft brimsog mikið við björgin.
Snjó hafði skafið fram af brúninni og slúttu skaflar fram
yfir hengiflugin víða.
Or þessari ferð kom Magnús aldrei. Þegar bróður hans
tók að lengja eftir honum, lagði hann af stað að leita hans.
Hann rakti slóðina fram á hamrana. Þar hafði snjóhengjan
brostið og Magnús hrapað fyrir bjargið og í sjóinn. Líkið
fannst rekið daginn eftir. Var það flutt. til Seyðisfjarðar og
jarðsungið þar. Jarðarförin var mjög fjölmenn. Hinn ungi
maður, er sætti svo sviplegum örlögum, var öllum kær, sem
honum höfðu kynnzt. Var eftir hann mikill harmur, ekki að-
eins foreldra og systkina, heldur og kunningja og vina, er
þar kvöddu góðan dreng.
Ég er ekki sterktrúaður á forlög. En undarlegt virtist
mér, að hann skyldi kveðja þetta jarðlíf 7. nóvember, ná-
kvæmlega ári eftir að hann sá sýnina við fjárhúsið og eign-
aðist Fíu litlu, sem óneitanlega átti óbeinan þátt í þvi, hvern-
ig dauða hans bar að höndum.
Ég hef getið þess áður, að Magnús var gæddur dulrænum