Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Side 35

Morgunn - 01.06.1964, Side 35
MORGUNN 29 um út á hlaðið andartak, og var bærinn mannlaus á meðan. Þá vissum við ekki fyrri til en við heyrum hávaða og brot- hljóð innan úr bænum. Hlupum við þá báðar inn í eldhús. Var þá eldhúsborðið, sem vanalega stendur upp við vegginn, komið fram á mitt gólf, en allt leirtauið, sem á því var, lá mölbrotið á gólfinu. Allan þennan dag og fram til klukkan hálftólf um kvöldið urðum við vör við hreyfingar á hlutum öðru hvoru. Þar sem okkur virtust þeir hlutir einkum hreyf- ast, sem stóðu út við veggi, færðum við stofuborðið fram á mitt gólf, en settum stólinn þarna fyrir innan það, þar sem það hafði áður staðið. Þegar við komum inn nokkru seinna, lá stóllinn á gólfinu fyrir framan borðið og brotinn, svo að hann er ekki nothæfur". Aðfaranótt þess 19. marz vaknaði heimilisfólkið við það kl. 4.20, að stofuborðið fluttist snögglega fram á gólfið með líkum hætti og nóttina áður. Þennan dag komu á heimilið Þórður Jónsson á Skaga- strönd, fréttaritari Morgunblaðsins, ásamt Herði Ragnars bifreiðarstjóra. Dvöldust þeir á heimilinu í þrjár klukku- stundir. Frásögn Þórðar birtist í Morgunblaðinu 20. marz. Honum segist þannig frá: „Við höfðum setið í stofu nokkra stund, er hér var komið sögu, og vonazt eftir því að sjá eitthvað af þessum undr- um gerast. Var okkur boðið að ganga í eldhús tii kaffi- drykkju. Gekk ég á undan út úr stofunni og Hörður rétt á eftir. Ég er að setjast við kaffiborðið, en Hörður að koma út úr stofunni. Heyrist þá nokkur hávaði, og hleypur Hörð- ur strax inn aftur og ég á eftir. Hvað sjáum við? Borðið, sem við sátum við andartaki áður, var komið fram á mitt gólf. Við stóðum orðlausir. Enginn var í stofunni, er þetta gerðist °g gjörsamlega útilokað, að þetta hafi getað verið af manna- völdum, og getum við báðir vitnað þar um. Eftir þriggja tíma viðdvöl á bænum kvöddum við heimilisfólkið og héld- um brott, enda höfðum við fengið sönnun fyrir því, að það sem þarna er að gerast, er að okkar dómi vart þess eðlis, að skýrt verði á venjulegan hátt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.