Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 37

Morgunn - 01.06.1964, Page 37
MORGUNN 31 en orð fá lýst. Kvaðst það sumar nætur lítið eða ekkert hafa getað sofið, sökum átroðnings ókunnugra og óboðinna gesta á heimilinu. Hefur hér komið í ljós meiri skortur á nær- gætni en við hefði mátt búast að óreyndu, og lítill skilningur á þeim erfiðu aðstæðum, sem þarna voru fyrir hendi. Þegar sýnt þótti af frásögnum útvarps og blaða, að hér væri um endurtekin fyrirbæri að ræða, sem ekki virtist unnt að skýra, þótti stjórn Sálarrannsóknafélags Islands rétt og skylt að kynna sér þessi dularfullu fyrirbæri nánar. Varð því að ráði, að nokkrir menn færu norður þessara er- inda, og var í för með þeim miðillinn Hafsteinn Björnsson. Var lagt af stað í flugvél Björns Pálssonar laugardaginn 21. marz klukkan 4 síðdegis og lent á flugvellinum hjá Akri í Húnavatnssýslu rúmlega klukkustund síðar. Þaðan var svo haldið í bifreiðum að Saurum, en það er nær tveggja stunda akstur, og komið þangað laust eftir kl. 7 um kvöldið. 1 hópnum voru eftirtaldir úr stjórn félagsins: Sigurlaugur Þorkelsson, frú Katrín J. Smári, Helgi Vigfússon og undir- 'ltaður. Ennfremur voru í förinni frú Mildiríður Falsdóttir og Sigurveig Hauksdóttir skrifstofustúlka í Reykjavík. Ég ræddi nokkuð við gömlu hjónin um þessa atburði bæði sameiginlega og sitt í hvoru lagi. Bar frásögnum þeirra saman í öllum atriðum við það, sem sagt hafði verið um þetta í dagblöðunum og rakið hefur verið hér að framan. Staðfestu þau það, að skápurinn í eldhúsinu hefði fallið öðru sinni fram á gólfið, þá um morguninn. Töldu þau, að hér væri um það eina fyrirbæri að ræða, sem hefði getað valdið meiðslum á fólki, vegna þess að skápurinn væri all- þungur, og gæti því auðveldlega skyndilegt fall hans fram á gólfið skaðað þann, sem fyrir honum yrði og jafnvel hrund- ið honum á heita eldstóna. Fyrir því hefðu þau nú tekið það ráð að fjötra skápinn við þilið. Húsfreyja sagði frá því, að þegar þau voru að borða í eldhúsinu um hádegisbilið þá um daginn, hefði henni fundizt matborðið skyndilega hreyfast og koma einhvern veginn upp í fangið á sér. Hefðu þau öll í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.